Stjórnmálamađur eđa Seđlabankastjóri.

Seđlabankastjóri var í athyglisverđu viđtali í sjónvarpinu gćr.   Hann koma fram og sagđi á mannamáli hvađa hugsun lćgi ađ baki ţeim ađgerđum sem gripiđ hefur veriđ til.  Ţetta er auđvitađ eitthvađ sem stjórnmálamenn hefđu átt ađ vera búnir ađ gera fyrr.   Ţarna kom í ljós hvađ Geir Haarde er langt frá ţví ađ fara í skóna hans Davíđs sem stjórnmálamađur.

Ţađ var samt ýmislegt sem gerđi mig hugsi eftir ţetta viđtal.  Davíđ Oddsson talađi í líkingum um slökkviliđ og brennuvarga.  Hann sagđist hafa varađ viđ brennuvörgunum fyrir 12 mánuđum síđan.  Ef slökkviliđsmađur finnur brunalykt og heyrir í reykskynjara í 12 mánuđi án ţess ađ ađhafast getur hann varla gert ráđ fyrir ađ ţegar hann loksins mćtir til slökkva eldinn séu bara eintóm húrra hróp.

Ef Davíđ hafđi áhyggjur af umsvifum bankana hversvegna voru stjórntćki Seđlabanka til ađ draga úr umsvifum ţeirra ekki notuđ?  Hversvegna var bindiskylda bankana ekki aukin til ađ draga úr fjármagni í umferđ og hefta ţá í hömlulausri útrás?

Hegđan Davíđs í gćr var nánast ekkert rćdd í Kastljósinu, hann komst mjög ódýrt frá ţví öllu saman.  En ţví má líkja viđ ađ hann hafi sprautađ á eld međ bensín í slöngunni í stađ vatns.  Davíđ talar persónulega viđ sendiherra Rússa um lánveitingu.  Hann hirđir ekkert um ađ leita stađfestinga á orđum sendiherrans, hann ber fréttatilkynningu bankans ekki undir sendiherrann áđur en hún er send út.   Davíđ, eflaust í sigurvímu yfir láninu, festir gengiđ viđ vísitöluna 175 viđ opnun markađa. Klukka 10:55 gefur Seđlabankinn út vísitöluna 182, í gćrkvöldi stćrđi Davíđ sig af ţví ađ vísitalan vćri 200 og taldi ţađ árangur.  Sigmar auđvitađ nikkađi og međtók stóra sannleikan gagnrýnislaust.

Vinnubrögđ Davíđs gengu frá öllu trausti á bankann og er ţađ stađfest í fréttum í morgun ţar sem fram kemur ađ ţađ er 94% munur á raungengi krónu í dag og óskhyggju Seđlabankastjóra.   Svo reynir hann ađ bera ţađ á borđ fyrir ţjóđina ađ krónan sé hluti af lausn vandans.  Gjaldmiđill sem verđur varla gjaldgengur utan Íslands nćstu árin.

Seppi Davíđs Björn Bjarnason stekkur fram og geltir í gćrkvöldi eftir ađ húsbóndinn hafđi talađ og lýsti eftir nýjum rökum ţeirra sem telja daga krónunnar talda.  Ég skal koma međ ein einföld rök. Eftir ađgerđir fjármálaeftirlits verđur fákeppni á Íslenskum bankamarkađi og nauđsynlegt ađ fjölga starfandi bönkum á Íslandi.   Krónan hefur veriđ sá ţröskuldur sem hefur komiđ í ver fyrir innkomu  erlenda banka á markađ héri og nú verđur hún ađ víkja.

Munurinn á Geir og Davíđ kristallast í ástandinu í augnablikinu.  Geir bođar blađamannafund, sennilega til tala Geirskýrt viđ ţjóđina.  Nú er fundinum frestađ og allir mćna hver á annan og spyrja hvađ er nú ađ gerast?   Geir er einkar laginn viđ ađ skapa óróa og óvissu, uppnám og vanlíđan hjá fólki.   Geir hefur sagt ţjóđinni ósatt ítrekađ undanfariđ og ćtlast svo til ađ honum sé trúađ ţess á milli.  

Hann eins og Davíđ verđa ađ axla ábyrgđ á stöđunni ţegar um hćgist.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband