Hver eru svo skilaboðin frá Davíð?

Aðspurður sagði Davíð Oddsson fyrir viku síðan að ekki væri dregið á lán frá Seðlabönkum norðurlandanna vegna þess að það gæfi skilaboð um að Ísland stæði enn verr en efni stæðu til.

Nú hefur þessi sami Davíð tekið 200 milljón evrur frá Danmörku og annað eins frá Noregi.  Ekkert frá Svíþjóð enda altalað að hann þolir ekki Svía.  (Frumkvæði að gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna kom frá Svíum og þess vegna vorum við ekki með.)  Hvaða skilaboð eru þetta ef vikugömul yfirlýsing hans er skoðuð?   Ísland stendur enn verr en hann hélt fyrir viku!  Er þetta líklegt til að bæta samningsstöðu þeirra sem róa nú lífróður til að bjarga því sem bjargað verður?

Hvað á þessi brennuvargur að fá að vaða uppi lengi og skaða hagsmuni þjóðarinnar ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband