Aðild að ESB er komin á dagskrá

Núna þegar ASÍ virðist ætla að taka af skarið í Evrópuumræðunni og samþykkja stefnubreytingu sem felur í sér að stærstu samtök á vinnumarkaði vinna að aðild Íslands að ESB er ekki lengur hægt að tala um að málin séu ekki á dagsskrá.  

Það er heldur ekki stórmannlegt af stjórnmálamönnum að skilja ekki kall tímans og taka þátt í umræðunni.   ASÍ setur aðildina á dagsskrá vegna þess að þar á bæ telja menn það vera hagsmuni launamanna að við séum í ESB.   Þeir sem berjast á móti aðild verða að sýna fram á hvernig við náum upp sama kaupmætti eða meiri án aðildar og reikna má með að við fengjum með aðild.

Myntbreyting á Íslandi mun leiða til þess að erlendir bankar hefja starfssemi hér og bjóða lán á kjörum sem við höfum aðeins geta látið okkur dreyma um síðustu árin.   Það er einfalt reikningsdæmi fyrir hvern og einn að reikna út mismun afborgun af verðtryggðum lánum og síðan af lánum á kjörum eins og tíðkast í Evrópu. 

Eina óþekkta stærðin í dæminu er í raun á hvaða gengi verður skipt um mynt, verður gengisvísitalan 170 eða verður hún 120 það skiptir máli.   Um það ættu menn að takast á en ekki hvort við eigum að fara inn. Það eru engir betri kostir í stöðunni fyrir hinn almenna launamann á Íslandi.  Að þessu hefur ASÍ komist og setur því aðild á dagsskrá. 

Þeir sem sífellt vilja fresta umræðunum verða að benda á önnur raunhæf úrræði sem gagnast launafólki jafnvel eða betur.   Nú er aðild orðin að kjaramáli og stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn geta ekki lengur slegið málum á frest eða skotið sér undan ábyrgð.  Umræðan snýst um að verja lífskjör almennings í fyrirsjáanlegum samdrætti og það verður að gera það núna, ekki seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég er sammála íslenska krónan er og verður aldrei virt framar.Stefnum svo fljótt sem auðið er í ESB og alþingismenn verða að fara að breyta stjórnaskránni strax svo það verði klárt fyrir næstu kosningar sem allt lítur útfyrir að verði í vor

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.10.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Belessaður kæri gamli góði venur.

Ertu enn í sjósundinu? Ég bjó til gerviblogg til að geta náð

sambandi við ÞIG. Nú er lag að koma ESB á dagskrá.

Mér líst roosalega vel á það sem þú skrifar hér.

ÞEGAR SNJÓFLÓÐ FALLA Á HÚS, ER ÁGÆTT AÐ HUGMYND

AÐ FÆRA BYGGÐINA. EKKI VONA AÐ ÞAÐ KOMI EKKI AFTUR

SNJÓFLÓÐ (BANKAKREPPA) Á SAMA STAÐINN.

kv, Biggi Jóakims. ps. syndi í sumar í Kópavoginn og sem betur fer, aftur til baka.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 24.10.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband