Allt ber að sama brunni

18% stýrivextir eru gjaldið sem fyrirtækin og almenningur þarf að greiða fyrir þau forréttindi að eiga viðskipti í íslenskum krónum.   Ég segi fyrir mig að ég hef bara ekkert með þessi forréttindi að gera og óska hér með eftir því að vera leystur undan gjaldinu og fá að eiga mín viðskipti í mynt sem ekki þarf að borga þennan háa aðgangseyri fyrir.  Forréttindin hafa aldrei gagnast mér, bara kostað mig útgjöld og engar tekjur, enda ekki í aðstöðu til að spila á vaxta og gengismun eins og fjármagnseigendur þessa lands.

Elsku Davíð leyfðu mér bara að fara í Evru og þú mátt leika þér í krónuhagkerfinu án mín.


mbl.is Harkalega skipt um gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er peningalegi stöðugleikinn sem þig langar svo í. Burt með verðbólguna sama hvað það kostar.

Þetta virkar eins með evru nema að þá klárast þær bara (við fáum nefnilega ekki prentvél).

Nú er ég ekki að segja að þetta sé endilega vitlaus ákvörðun hjá IMF við þessar kringumstæður en ekki myndi ég vilja búa við svona peningamálastjórn til framtíðar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Áhugavert að skoða hvað útvegsmenn segja í dag. Vilja ekki evruna. En erum menn búnir að fá á hreint hvað það er sem raunverulega gerist í sambandi við stjórnun á auðlindunum. Svo er líka verið að tala um að nú sé ekki rétti tíminn til að horfa til Evrunnar. Við eigum að einbeita okkur að því að leysa hinn brýna vanda fyrst. HALLÓ!

Ég hefði nú einmitt haldið að krónan væri mjög brýnn og mikill vandi.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 28.10.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband