Ögurstund

Fyrir um 1.000 árum mælti vitur maður "Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn"   Nú er svo komið að það er raunveruleg hætta á því að friðsöm þjóð eins og Íslendingar slíti sundur friðinn.  Ekki vegna utan að komandi ógnar heldur vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar eru hættir að tala við þjóðina.

Þjóðin er í vanda stödd og þá er aldrei mikilvægara en að ráðamenn haldi ró sinni og tali einni röddu og haldi þjóð sinni upplýstri um gang mála.   Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist þessu hlutverki, það er ekki talað einni röddu heldur mörgum.  Stundum virðist markmiðið með yfirlýsingum ráðamanna vera það helst að afvegaleiða umræðuna og þjóðina. 

Þegar mikið liggur við eins og á Þingvöllum forðum þegar kristinn siður var lögleiddur á Íslandi þurfa ráðamenn að finna málamiðlun sem heldur friðinn.   Nú er svo komið að það á að vera forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að finna þessa málamiðlun með aðkomu sem flestra og tala síðan við þjóðina.

Þessu verkefni verður ekki slegið lengur á frest, og ef stjórnvöld taka ekki frumkvæði í þessa veru er veruleg hætta á því að hér verði ófriður í landinu, mótmæli, verkföll og jafnvel skærur.  Er það vilji ráðamanna eða ætla þeir að girða sig í brók og vinna vinnuna sína ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sammála þetta er akkúrat það sem er að gerast og ég óttast það mjög .Stjórnvöld verða að fara að vinna þannig að þau séu að stjórna stórfyrirtæki skipa verkstjóra og koma upp hópum til að vinna að öllum málum samtímis og seigja síðan frá því hvað er verið að gera ekki að alt sé í lagi svo er allt í klandri það eru allir hættir að trúa Ríkistjórninni skýrið satt og rétt frá ef þið viljið að ykkur sé trúað  ef ekki má seigja frá einhverju þá segið það berum orðum,en farið ekki undan í flæmingi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.11.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er alveg klárt mál að ef ekkert verður gert eða ekki verður komið fram með sannfærandi áætlun um hvernig við eigum að koma okkur út úr þessu þá fer allt hér í bál og brand. Ríkisstjórnin er rúin trausti og því fáir möguleikar í stöðunni aðrir en að mynda þjóðstjórn eða boða til kosninga og fá jafnvel forsetann til að skipa starfsstjórn sérfræðinga til að taka á brýnasta vandanum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 12.11.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband