Stjórnarheimilið

Það hefur ýmislegt skýrst varðandi ástandið á stjórnarheimilinu í dag.   Þar er uppi sú staða núna að hluti ráðherrarana eru ekki hafðir með í ráðum.  Þeir fá ekki að lesa skýrslur og þeir fá ekki upplýsingar um stöðu mála í samfélaginu.   Menn geta velt fyrir sár ástæðunum fyrir því að ástandið er eins og það er.  Ég hef þrjár tilgátur:

1.  Geir og Ingibjörg treysta sumum ráðherrum ekki fyrir viðkvæmum upplýsingum vegna þess að þeim er lekið viðstöðulaust í fjölmiðla til að skora stig í innbyrðis átökum í Samfylkingunni.  Össur er þá greinilega í því liði sem Ingibjörg treystir ekki.

2.  Sjálfsstæðismenn eru orðnir svo frekir til valdsins að þeir telja enga ástæðu til þess að hafa samstarfsflokkinn með í ráðum, enda er hann í vasa íhaldsins.

 3.  Sjálfsstæðismenn telja Samfylkinguna ekki til ríkisstjórnarinnar enda hagar flokkurinn sér eins og hann sé enn í stjórnarandstöðu og tekur ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sennilegasta skýringin er að allar upplýsingar leka út af fundum, en það hefur alltaf verð í þeim stjórnum sem kratarnir hafa setið í. Þeir halda að það sé hægt að vera í stjórn og stjórnarandstöðu samtímis, félagsþroskinn er ekki meiri.  

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll Valdimar

Þið framsóknarmenn, sem ekki hafið sagt af ykkur, eruð aldeilis heppnir núna. Að hafa bæði efnahagsástand sem á sér ekkert líkt, nema ef væri kreppan á fjórða áratug síðustu aldar og duglega "sérfræðinga" sem fjalla um það sem gerist, en þó aðallega um það sem gerist ekki á stjórnarheimilinu. Að öðrum kosti yrði fjallað um innanbúðarástandið hjá ykkur framsóknarmönnum, sem eftir eru.

Talandi um kreppur. Ef ég man rétt þá var Framsókn við völd bæði fyrir og í "Kreppunni miklu" sem áður er vísað til. Reyndar ætla ég mér ekki þá goðgá að ætla flokkum það mikla afrek að hafa komið þeirri kreppu af stað! Eins er ég ekkert viss um að þið hafið "læknað" hana heldur. Kannski bara var hún þarna og þið líka.

Annars vekur það athygli mína hversu duglegir þið Framsóknarmenn eruð í að segja af ykkur og það án þess að hafa verið beðnir um það og einnig hversu áberandi og hreinskiptar umræður þið flokksmenn hafið haldið uppi um hvert annað í fjölmiðlum undanfarin ár. Vígfimin ber af, held ég geti sagt. Eins held ég megi segja að þið sláið út bæði Krötum og Allaböllum í lok síðustu aldar. Þótti sumum samt nóg um þá umræðu. En hún heyrir sögunni til víst.

Mér datt svona í hug að senda þér smákveðju, úr því ég var að skoða bloggsíður ykkar framsóknarmanna. En hafðu það sem best gamli félagi.

Jónas Egils.

Jónas Egilsson, 18.11.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Jónar takk fyrir kveðjuna.

Já ég tek undir að það er miður hvað Framsóknarmenn hafa verið duglegir að nota fjölmiðla til að ræða málin í stað þess að gera það innan flokks.  Það verður samt ekki framhjá því litið að umræðan í Framsókn ber af öðrum flokkum á Íslandi um þessar mundir.   Þar ræðir grasrótin bæði stefnuna og hverjir eiga að leiða flokkinn og ekki fer framhjá neinum að grasrót flokksins hefur áhrif.  Um það bera meðal annars afsagnir undanfarið vitni.

Það væri betra ef aðrir tækju Framsóknarmenn til fyrirmyndar og ræddu málin af hreinskilni innan flokks.   Þá stæðum við ekki frammi fyrir þeirri staðreynd að núna eru í burðarliðnum nokkrir nýir stjórnmálaflokkar á Íslandi.  Fyrst og fremst vegna þess að forysta annarra flokkar bannar umræður og ákveðnar skoðanir í sínum flokkum.   Það gerum við ekki, við tökumst á um bæði menn og málefni.

 kv

 Valdi

G. Valdimar Valdemarsson, 20.11.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Ég tek undir orð G. Valdimar Valdemarssonar sem ég las einhversstaðar að grasrótin er málið. Mér finnst nú Framsókn vera að standa sig vel þar og spyr að leikslokum.

Annars er spurning hvort að fyrrverandi Frjálsíþróttamenn stofni ekki flokk. Frjáls… 

… nei annars… minnir of mikið á Frjáls lyndaflokkinn. : )

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 26.11.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband