Er þessu fólki treystandi ?

Samfylkingin er í ríkisstjórn og situr sem fastast.   Þetta gerist þrátt fyrir að varaformaðurinn í fjarveru formanns talar fyrir kosningum og tekur þátt í fundi þar sem samþykkt eru stjórnarslit.  Varaformaðurinn mætir svo í viðtal eftir fundinn og tekur undir allt sem á fundinum fór fram, en tekur jafnframt fram að hann beri fullt traust til ríkisstjórnarinnar.    Er hérna komin fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?

Svo er það snillingurinn aðstoðarmaður Utanríkisráðherra sem gat fullyrt að forsætisráðherra hefði misskilið formann Samfylkingarinnar í símtali sem aðstoðarmaðurinn heyrði ekki.   Hún leiðrétti og fullyrti til hægri og vinstri, og nú er komið í ljós að formaður Samfylkingarinnar misskyldi símtalið líka á sama hátt og forsætisráðherra.  

Það er munur að hafa svona snilling sem aðstoðarmann sem veit miklu betur en maður sjálfur hvað maður segir og meinar.   Ingibjörg Sólrún verður að læra að meta snilldina og spyrja aðstoðarmanninn oftar út í það hvernig ber að túlka orð og símtöl formanns Samfylkingarinnar.

Nema að aðstoðarmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sýna og skrökvað að samstarfsfólki sýnu til að fullnægja einhverri sýniþörf?    Ef svo er hlýtur ráðherrann að senda aðstoðarmanninn í fríið langa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband