Hvað leysir utanþingsstjórn?

Þó að hér sæti utanþingsstjórn hefði hún ekkert löggjafarvald og Alþingi sæti eftir sem áður.  Ríkistjórnin væri algjörlega upp á Alþingi komin með að koma í gegn nauðsynlegum lagabreytingum og væri í stöðugum samningaviðræðum við þingflokka til að tryggja málum framgang. 

Er það ástandið sem Neyðarstjórn kvenna er að kalla eftir ?


mbl.is Áskorun frá Neyðarstjórn kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Er ekki málið að reyna að halda ró sinni,bretta upp ermarnar og fara að vinna að lausn mála, fumlaust? Hvernig væri t.d. að reyna að upplýsa þjóðina um kosti og galla Evrópu-

sambandsaðildar? Mér sýnist að sú umræða og síðan kosning um aðild sé samt eitthvað sem ekki megi bíða með öllu lengur. Auðvitað þarf að laga til fyrst en ég held að skilaboðin um að við sækjumst eftir aðild skipti máli. Ímynd okkar er í molum.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 27.1.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband