Tvöfaldur í roðinu

Þingmaðurinn Sigurður Kári lýsir yfir miklum vonbrigðum með að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar gefst upp á að gæta hagsmuna íslendinga í ICESAVE málinu.    Þingmaðurinn ætti nú að líta að eins í eigin barm og spyrja sig um frammistöðu Geirs Haarde, sem hringdi eitt símtal til að ræða málin við forsætisráðherra Bretlands.  Hann var á tali eða ekki við og þá lét forsætisráðherra íhaldsins málið niður falla.

Sigurður Kári farðu nú langt frí frá Alþingi.   Þjóðin þarf ekki á þjónustu svona "kassadömu" að halda


mbl.is Veldur miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það var kristaltært þegar Geir Haarde sagði að ekki yrði höfða mál í Bretlandi að það var tóm blekking hjá honum að tala um beina málshöfðun fyrir mannréttindadómsstól Evrópu.

Allir sem eitthvað þekkja til slíkra mála vita að það er ekki hægt að höfða mál fyrir mannréttindadómsstólnum nema öll réttarúrræði séu áður tæmd í hinu kærða landi, það er í þessu tilviki Bretlandi.

Málshöfðun í Bretlandi var því forsenda fyrir því að hægt væri að stefna Bretum fyrir Mannréttindadómsstóli Evrópu - Þegar Geir ákvað að gera það ekki var úti um þennan möguleika líka.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.2.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Helgi ætti Sigurður Kári þá ekki að gagnrýna Geir og Ingibjörgu fyrir heigulsháttinn ?

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: corvus corax

Sammála bloggara, Sigurður Kári ætti að fara í langt, langt, langt frí og koma aldrei aftur, a.m.k. ekki á alþing. Það var nú eins og mig minnti að Geiri gunga hefði klúðrað málsóknarmöguleikanum með kjaftavaðli og klassísku klúðri eins og hann var svo góður í. Og svo má bæta við út af fyrirsögn bloggarans: Ef einhverjir eru tvöfaldir í roðinu í kringum þessa minnihlutastjórn núna, þá eru það framsóknaraularnir og sérstaklega Þröskuldur Þórhallsson og formaðurinn, sjálft skilgetið afkvæmi spillingarinnar.

corvus corax, 25.2.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband