Pælum í því

Aðstoðarmaður forsætisráðherra bloggar um úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í vanda heimilanna.   Þar eru upptalin þau úrræði sem ríkisstjórnin leggur til.   Ekki er þar um neinar framtíðarlausnir að ræða heldur einungis leiðir til að fresta vananum og gera hann enn stærri.

Ekki eru talin um nein úrræði sem jafnast á við þau sem ríkisstjórn íhalds og Samfylkingar beitti til að tryggja sparifjáreigendur gegn afleiðingum bankahrunsins.   Ríkisstjórn sem kennir sig jafnaðarmennsku telur að fjármagnseigendur eigi að vera jafnari en annað fólk, skuldarar geta étið það sem úti frýs og þeim verður ekki rétt nein hjálparhönd.  Bara lengra reipi að hengja sig í.

Hér á eftir fer afrekalistinn sem aðstoðarmaðurinn er svo stoltur af ásamt dæmalausu niðurlagi hans í bloggfærslunni:

"

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings skuldsettum heimilum eru annars þessar:

  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna
  7. Lækkun dráttavaxta
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

Með ofangreindum aðgerðum hefur ríkisstjórnin slegið skjaldborg um heimilin í landinu og lagt traustan grunn að endurreisn þeirra sem lenda í vanda, samhliða batnandi efnahag lands og þjóðar.

Pælum í því !"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband