Norðmenn nískasta þjóð í heimi

Þeir sendu okkur Seðlabankastjórann sem öfundarsósíalistarnir sem núna ráða í stjórnarráðinu trúa á.   Það verður að reikna dæmið til enda.  Hvað kostar það samfélagið að láta 30.000 heimili fara í gjaldþrot eða í greiðsluaðlögun?   Hvað kostar það samfélagið að framlengja lánum í 10-30 ár ?  hvað verður 40 ára gamall maður sem skuldar 40 ára lán og hefur greitt af því í 10 ár gamall ef það bætast 30 ár aftan við áður en hann greiðir síðustu afborunina ?

Hver verður eignamyndunin hjá 30 ára gömlum einstakling sem er nýbúinn að taka 40 ára lán og lengir það um 20 ár til komast yfir næstu 2 ár?  Hvað á hann í húsinu sínu þegar hann fer á elliheimilið?

Er ekki rétt að reikna dæmið til enda áður en menn bera svona á borð... og koma þá með einhverjar aðrar lausnir í stað þess að láta öfundina reka sig áfram út í málefnalegt og efnahagslegt gjaldþrot?


mbl.is Niðurfelling skulda óhagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Sæll GVald.

Nú blandar þú saman tveim óskyldum hlutum. Útreikningi Seðlabanka Íslands og viðhorfum þínum til Norðmanna. Það er vissulega áleitin spurning hvort útreikningar bankans séu pólitískir, þ.e.a.s. forsendur þeirra. Hins vegar gætum við Íslendingar lært af Norðmönnum að fara vel með peninga. Eignast þá fyrst áður en við eyðum. Níska í munni Íslendings er ekki beint áþreyfanleg stærð.

Kv fá einum hálfnorskum/hálfnískum sbr. gvald.  

Jón Arvid Tynes, 28.3.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Æ já, ég hljóp á mig.  Ég bjó í Noregi í 3 ár og þeir eru ágætir, og ég er alveg sammála þér um að við getum eitt og annað af þeim lært.  Ég hélt satt að segja að skipt hefði verið um Seðlabankastjóra til að auka trúverðugleika bankans og koma honum undan pólitískum áhrifum.  Þessi skýrsla bendir til þess að leikurinn hafi bara snúist um að koma nýjum manni að sem tekur við skipunum frá Samfylkingunni í stað íhaldinu.   Á því er nú frekar lítill munur finnst mér.

G. Valdimar Valdemarsson, 1.4.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband