Er bylting svariđ ?

Nú leggur ríkisstjórnin til nýjar álögur á almenning og fyrirtćkin í landinu.   Tilgangurinn er göfugur. ţađ á ađ stoppa upp í fjárlagagatiđ til ţess ađ ekki ţurfi ađ senda börnum okkar og barnabörnum reikninginn. 

Ég tćki ţessar álögur á mig barnanna vegna međ glöđu geđi, ef ekki fylgdi böggull skammrifi.  Skattarnir eiga ađ fćra ríkissjóđi 2,7 milljarđa króna, en ţađ hćkkar neysluvísitöluna um hálft prósent og verđtryggđ lán landsmanna um 8 milljarđa.  

Fjölskyldur og fyrirtćki ţurfa ţví ađ borga fjármangseigendum 8 milljarđa til ţess ađ geta fćrt ríkissjóđi 2,7 milljarđa.  Er heil brú í ţessari vitleysu?  Vćri ţá ekki bara nćr ađ leggja skatt á afborganir lána sem gćfi 2,7 milljarđa á ári í tekjur og sleppa okkur viđ ţessa 8 auka milljarđa og leyfa okkur ađ draga fellihýsin um landiđ á gamla bensín verđinu, fá okkur rauđvínstár međ grillmatnum og öl yfir góđum leik ?

Ţađ fer ađ koma tíma á byltingu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband