Staðreyndir á borðið

Gylfi talar í hálfkveðnum vísum.  Hann segir ekki hvað hann gefi sér að fáist fyrir eignir Landsbankans, hann segir ekki hvað gerist ef mál vegna neyðarlaganna tapast, hann segir ekki frá því að við höfum aldrei haft þann afgang af viðskiptum við útlönd í heilt ár að nægi þó ekki væri nema til að greiða fyrir vextina.

Ef hann er að gefa sér sömu forsendur og Þórólfur Matthíasson að þetta sé bara eins og að loka álverinu á Reyðarfirði í 8 ár og afskrifa allar tekjur af Kárahnjúkavirkjun í sama tíma þá spyr ég hvort ekki sé rétt að ráðast í orkufrekar framkvæmdir til að standa undir þessu.

Hann gefur sér að vöxtur í útflutningstekjum verið jafn mikill og í góðæri undanfarinna ára.  Vöxtur sem m.a. var drifinn áfram vegna hagstæðs umhverfis til fjárfestingar í orkufrekum iðnaði.  Nú ætlar ríkisstjórnin að fórna íslenska ákvæðinu á ráðstefnu um loftlagsmál.

Hann segir ekki hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í staðinn, til þess að ná þeim vexti sem hann gefur sér.  Röksemdin heldur ekki vatni.


mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mest finnst mér stingandi að Gylfi Magnússon tali um Ice-safe skuldina sem okkar og ábyrgð okkar fyrir skuldinni.

Elle_, 29.6.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já tala nú ekki um þegar ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að kanna stöðu okkar og ræða hana við Evrópusambandið.  Held að það væri nær að ræða þau mál við Svía þegar þeir taka yfir framkvæmdastjórn sambandsins í stað þess að æða áfram með umsókn. 

G. Valdimar Valdemarsson, 29.6.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Elle_

Það get ég tekið undir.  Núna er ekki tíminn fyrir það.

Elle_, 29.6.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband