Verður Icesave samningum sagt upp á morgun ?

Í samningnum er að finna eftirfarandi ákvæði:

Ef ekki hefur verið gengið frá þeim aðgerðum, sem um getur í mgr. 3.1, fyrir lok sumarþings 2009 er lánveitanda heimilt að rifta þessum samningi með því að senda Tryggingarsjóði innstæðueigenda tilkynningu um það og afrit til íslenska ríkisins.

Bretum og Hollendingum er því í lófa lagið að segja samningnum upp á morgun og færa allt málið á byrjunarreit.  Eigum við ekki bara að vona að þeir geri það ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einn gálli á þessu. Það er enginn samningur. Það hefur enginn skrifað undir neitt. Hann er ennþá ósammþykkt drög. Bjarmalandsför Svavars var aðeins óbundið samkomulag um efnisatriði, sem þurfti að fara unsir þingið. Þingið samþykkkti þann gerning ekki og þessvegna er staðan svona.

23. nk. er frestur til að ganga frá samkomulagi, annars fellur skuldin á tryggingasjóðinn án ábyrgðar ríkisins á rest. Sjóðurinn á 16 milljarða og þá er hann gjaldþrota. Við skulum bara bíða í 23 daga og þá er þetta búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Við þurfum aðeins að hinkra í 3 vikur og þá er dómstólaleiðin fær, og það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sigurður E. Vilhelmsson, 30.9.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Hvar hafa framsóknarmenn verið upp á ´siðkastið?

Árni Björn Guðjónsson, 30.9.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Icesave samningurinn var undirritaður af Steingrími J Sigfússyni og síðan flutt frumvarp um ríkisábyrgð á þeim samningi.  Það er því fullkomlega rangt að það sé enginn samningur til.

Við höfum ekkert forræði á dómsstólaleiðinni, það verða þá að vera Bretar og Hollendingar sem flytja það mál.

Árni; Framsóknarmenn er nýkomnir af ágætum fundi á Hólmavík.  Hvar hefðu þeir annarstaðar átt að vera en á góðum fundi með sínu fólki?

G. Valdimar Valdemarsson, 30.9.2009 kl. 15:43

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Látum hann gossa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband