Áskorun til fjölmiðlamanna

Er ekki einhver fjölmiðlamaður til í að rannsaka fullyrðingar Árna Páls Árnasonar í Kastljósi í kvöld um að hann hafi margoft óskað eftir lánum frá Noregi.  Opinber erindi eru ekki flutt munnlega heldur skriflega svo að það hljóta að finnast skjöl bæði á Íslandi og í Noregi sem staðfesta frásögn ráðherrans og viðbrögð Norðmanna.

Kallið nú eftir þessum upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu, Forsætisráðuneytinu og Fjármálaráðuneytinu og jafnframt frá sömu ráðuneytum í Noregi og fáum sannleikan upp á borðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta vita reyndar allir sem hafa fylgst með. VG kom strax sl haust með svona skilaboð frá einstökum þingmönnum á Norska Stórþinginu og það var gengið skýrt eftir svörum en Norðurlönd svöruðu öll saman, - aðeins lánað í gegnum IMF og IMF-plan og aðeins í samfloti með hinum Norðurlöndunum. - Hver þykist nú ekki muna eftir þessu?

- Marg oft verið fjallað um þetta í fjölmiðlum.

Eini munurinn nú er að örlitli Framsóknarflokkurinn í Noregi er nú komin með áhrif í ríkisstjórninni til stuðnings Vinstri stjórninni þar og þingmaður hans finnur til sín í samtölum við Ísland og slær fram einhverju smart og stórhuga.

Mögulega eiga Norðmenn eftir að skipta um skoðun en afstað þeirra fram til þess hefur verið marg könnuð með beinum erindum sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.9.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband