Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Skrifar Kaupþing efnahagsstefnu Samfylkingarinnar?

Það er athyglisvert að skoða leiðara Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað er um rit Samfylkingarinnar um efnahagsmál.

  Í leiðaranum stendur m.a. :

 “Annað dæmi um svona undarlega sýn á veruleikann í íslenzku samfélagi er setning á borð við þessa: “ Þessar ákvarðanir ríkisins vöktu upp samkeppni milli Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna með yfirboðum, sem aukið hafa spennuna í hagkerfinu.”  Hvaða vitleysa er þetta? Er höfundum þessa rits ekki ljóst að það voru bankarnir með Kaupþing banka í farabroddi sem fóru einfaldlega inn á húsnæðislánamarkaðinn og hófu stórfellda samkeppni við ríkið um húsnæðislán?”  Samkeppni þar sem lánað var 100% af íbúðarverði og ekkert þak,  Samkeppni þar sem einstaklingar skuldbreyttu íbúðarlánum til að fjármagna aukna neyslu.

 

 Þetta er rétt hjá Mogganum. Þetta er algjör vitleysa hjá Samfylkingunni.

  En þessi vitleysa skyldi þó ekki vera tilkomin vegna þess að einn af höfundum skýrslunnar er starfsmaður Greiningardeildar Kaupþings?  

Hvar á að skera niður

Samfylkingin boðar stórátak í samgöngumálum, málefnum aldraðra, menntamálum, unga ísland, skattleysismörk og guðirnir vita hvað.  En á sama tíma boðar mentor þeirra í efnahagsmálum að ríkið verði að draga úr umsvifum og ríkisútgjöldum til þess að koma böndum á hagkerfið.   Heitir þetta ekki á góðri íslensku að vera opinn í báða enda?   Á hverjum á að taka mark?  Bjögvini Sigurðssyni og öðrum útgjaldapostulum, eða Jóni Sigurðssyni ... kjósendur hljóta að sjá í gegnum svona málflutning og kjósa rétt... setjum x við B


mbl.is Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvara lífsins

Kjósendur sem ganga að kjörborðinu í vor ættu að íhuga þessar tölur vandlega   9000 íslendingar eru 80 ára og eldri í dag, en þeir verða 45 þúsund árið 2050.  Íbúar landsins 65 ára og eldri eru tæplega 34 þúsund og verða um 110 þúsund 2050.    Það er ábyrgðarhluti að kjósa yfir sig ríkisstjórn sem safna skuldum fyrir komandi kynslóðir að greiða.  4 ár með skuldasöfnun ríkissjóðs er munaður sem við getum ekki leift okkur í dag.   Allt tal um að skila samfélaginu til komandi kynslóða í sama horfi og við tókum við því er innantómt hjal, ef það verður gert á kosnað komandi kynslóða þeim látið eftir að borga reikninginn. 

 Sýnum ábyrgð og kjósum rétt  setum X við B


mbl.is Íslendingar telja að þeir verði hálf milljón árið 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Pósthússtræti gert að göngugötu er hugmynd sem ég hef haldið á lofti í mörg ár.  Það á að stíga skrefið til fulls og gera Pósthússtræti að göngugötu alla daga allt árið og gera Austurvöll að sælureit í miðbænum.  Reit þar sem góð kaffihúsamenning þróast og fólk getur setið og notið þess að drekka kaffi í fallegu umhverfi í skjóli fyrir norðanáttinni.
mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að velja og hafna.....

Ísland nýtur virðingar á alþjóðavettvangi vegna þess árangur sem náðst hefur við nýtingu endurnýjanlegrar orku.  Það eru í gangi verkefni, rannsóknir og þróun sem gengur út á nýtinu vetnis á bíla- og fiskiskipaflota landsmanna.  Þjóðir heims horfa til þess að íslendingar hafa miklar endurnýjanlegar orkulindir, og veittu íslendingum þessvegna rýmri losunarheimildir í Kyoto - bókuninni vegna þess að þjónaði hagsmunum heildarinnar. 

Málflutningur VG gengur út á að íslendingar eigi að vera sjálfum sér næstir og ekki að taka þátt í því gríðarlega verkefni sem framundar er við að takamarka losun gróðurhúsalofttegunda.  En það er t.d. gert með því að auka notkun áls, sem er léttur málmur, í farartæki og kallar á stóraukna álframleiðslu um allan heim.  En bara ekki hjá okkur segja Vistri Græn við erum stikk frí.


mbl.is Vinstri grænir kynna Græna framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi sem hagstjórnartæki

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og krata á árunum 1991 til 1995 beytti atvinnuleysinu af miklu miskunarleysi sem hagstjórnartæki.  Margar fjölskyldur máttu þola miklar hremmingar og fólk á miðjum aldri hrökklaðist úr vinnu löngu áður en til stóð.  Fólk sem missir vinnuna upplifir mikla höfnun ofan á þær hörmungar sem missir vinnu er fyrir fjárhag fólks.Davíð Oddsson hefur nú sem Seðlabankastjóri boðað nauðsyn þess að hér verði 5% atvinnuleysi til þess að koma böndum á efnahagslífið.   Sjálfstæðismenn ætla sér að halda áfram í ríkisstjórn og nú á að taka vinsti græna með í ferðalagið, láta eftir afturhaldsöflnum þar og stöðva hjól atvinnulífsins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir einstaklinga og fjölskyldur þessa lands.  Framsóknarmenn komu krötunum úr stjórnarráðinu á sýnum tíma með loforði um 12.000 ný störf til aldamóta.  Við þetta var staðið.   Atvinnuleysi er böl sem ber að forðast, og það á aldrei að nota atvinnuleysi sem hagstjórnartæki.  Að taka frá fólki möguleikan til að sjá sér og sýnum farborða er ljótur leikur sem framsóknarmenn taka ekki þátt í.  Vinstrimenn boða stöðvun hjóla atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokkurinn er meira en tilbúinn til að taka þá með í slíka för, bæði skaðar það vinstri flokkana til lengri tíma og það þjónar hagsmunum íhaldsins að taka svolítið til í efnahagslífinu með “mátulegu atvinnuleysi”.    Í tiltektinni felst aukin sameining fyrirtækja, lítil sprotafyrirtæki er keypt upp af stærri fyrirtækjum og þannig losnað við óþarfa samkeppni og tryggt að arður af góðum viðskiptahugmyndum fari til þeirra sterku.

glæsilegt

Þetta er gott skref í rétta átt.  Það er mikilvægt að einfalda þenna frumskóg sem fólk lendir í þegar það þarf á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda.  Þetta er lítið skref, en betur má ef duga skal.  Gott Siv, áfram á sömu braut.
mbl.is Breyttar reglur um afsláttarkort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgumælingar.

Í ályktunum frá 29. flokksþingi framsóknarmanna má finna athyglisverða ályktun um verðbólgumælingar, en þar segir: “Vísitala neysluverðs mæli einungis raunverulega neyslu og sé í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir”.Íbúðarverð á Íslandi er breytilegt eftir landshlutum, hverfum á höfuðborgarsvæðinu og eðli og stærð húsnæðis.  Bætt aðgengi að lánsfé hefur leitt til hækkunar á húsnæði langt umfram það sem hækkun byggingarkostnaðar gefur tilefni til.Stórt, dýrt húsnæði í eftirsóttum hverfum er val sem einstaklingarnir hafa og þeir sem kjósa að kaupa dýrar eignir eru að leyfa sér munað um fram það sem þarf til að koma sér upp þaki yfir höfuðið.  Vísiltala neysluverðs á að mæla eðlilega neyslu meðal fjölskyldu en ekki taka með jaðartilvik sem skekkja alla mynd   Það myndi engum detta í hug að hafa verð á Hummer jeppum með í neysluverðsvísitölu.        Á sama hátt er fullkomnlega óeðlilegt að dýrar eignir í eftirsóttustu hverfum höfuðborgarinnar, eignir sem seljast á verði sem er langt frá öllu normi séu teknar með í mælingar á húsnæðislið neysluverðsvísitölu.Takmarkað framboð einbýlishúsa á Seltjarnarnesi, sem sprengir upp verð á húsnæði þar,  á ekki að koma fram í neysluverðsvísitölu og valda hækkun verðtryggðra lána landsmanna.  Það er mikið eðlilegra að mæla þróun byggingarkostnaðar og húsaleigu í neysluverðsvísitölu, í stað þess að mæla þróun íbúðarverðs. Þessi breyting ein og sér er fullkomnlega eðlileg aðgerð sem mun bæta hag skuldsettra heimila.

 


Blekking Frjálslyndra

Varaformaður Frjálslynda flokksins og oddviti flokksins í Reykjvaíkurkjördæmi suður reyna að leggja upp kosningabaráttu sem snýst um að ala á andúð og tortryggni í garð útlendinga.Þeir halda því fram að hægt sé að grípa einhliða til neyðarréttar í EES samningum og takmarka frjálsa för fólks til landsins.  Í tvíhliða samningum þurfa  báðir aðilar að hafa sameiginlega skilning á því hvernig ber að túlka samningin.   Við getum því ekki gripið einhliða til svona aðgerða, án samráðs við önnur lönd sem eiga að aðild að EES samningum án þess að vænta mótaðgerða.  Ríki EES sætta sig ekki við það fordæmi sem skapast við einhliða aðgerðir íslendinga og hljóta að svara þeim með einhverjum hætti.

Formaður í stjórnmálaflokki fer með umboð til stjórnarmyndunar fyrir hönd sýns flokks og formaður frjálslyndra hefur ekki viljað taka undir málflutning varaformannsins og oddvitans og reyndar gert lítið úr honum.  Það blasir því við að hér er aðeins verið að spila á kjósendur í tilraun til að tryggja tveimur mönnum þingsæti, en hugur fylgir ekki máli, kannski sem betur fer. 

Vonandi falla kjósendur ekki fyrir svona ómerkilegri brellu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband