Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Athyglisvert

Getur verið að blaðið hafi skáldað fréttina upp og tekið hana síðan út þar sem það óttaðist málsókn?Eða var fréttin kannski höfð eftir heimildarmanni sem átti hagsmuni fólgna í því að lækka gengi íslensku bankana?  Eflaust færst aldrei svar við þessum spurningum, en sú staðreynd að fréttin var fjarlægð bendir til þess að einhver hafi ekki haft hreint mjöl í pokahorninu.  Kannski er eitthvað til í því að óprúttnir spákaupmenn hafi ráðist á bankana og krónuna.  Er ekki eina leiðin til að tryggja að það gerist ekki aftur að leggja krónunni?
mbl.is Frétt um Ísland fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engu svarað !!!!

Forsætisráðherran notaði svar sitt til að gera grein fyrir ástandi efnahagsmála og hverjar henn telji helstu ástæðu fyrir því ástandi sem uppi er.   Hann eyddi engu orði í þær tillögur sem Guðni Ágústsson lagði til.  Hann horfði aldrei fram á við í sinni ræðu heldur bara aftur á bak.  Hann var fastur í söguskýringum og hafði engar hugmyndir um það hvað ætti að gera til að takast á við ástandið.   Hann fagnaði framkomnum tillögum en eyddi engu orði í að ræða þær efnislega.  Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort forsætisráðherran treystir sér ekki í málefnalega umræðu um efnahagsmál?  Getur það verið að hann þori ekki að svara óundirbúið með málefnalegum hætti í umræðum efnahagsmál?   Er það vegna eigin vankunnáttu?  Eða vegna þess að hann er leppur og þorir ekki að ræða málin án þess að ráðfæra sig fyrst við fyrrverandi formann?
mbl.is Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt

Nú er ég staddur í hinni stóru Ameríku í í fluginu í dag frá Boston til Charlotte mælti sessunautar minn með því að ég læri Boston Globe.   Í því ágæta blaði var áhugaverð grein um stöðu efnahagsmála hér í US.    Greinin er skrifuð af prófessor í hagfræði og talar hann um að markaðurinn hafi misst allt traust á greiningarfyrirtækjunum sem lifa á því að selja okkur hinum greiningu stöðu mála.  Hann segir að að tengsl greiningarfyrirtækjanna og hagsmunir þeirra séu orðnir svo samofnir markaðnum að þeim sé ekki treystandi.   Þetta er eitthvað sem ég hef lengi haft á tilfinningunni með greiningardeildar bankana á Íslandi og talið eina ástæðu þess að erlendir aðilar treysti ekki hlutabréfamarkaðnum íslenska.   Hér í Ameríku er talað um í fullri alvöru að stofna ríkisfyrirtæki sem getur út mat fyrir einstök fyrirtæki þar sem markaðnum er ekki lengur treyst.   Það er skrýtið að koma í vöggu markaðsaflanna og upplifa þá umræðu sem hér er, markaðnum er ekki treystandi og hið opinbera þarf að koma að málum og skilgreina viðmiðinn og gefa út matið.   Kannski var Geir bara aðeins á undan þegar hann fór mikinn og hélt blaðamannafundi um stöðu Íslands.  Það virðist vera niðurstaða þeirra sem fjalla um þá stöðu sem uppi er að markaðsöflin hafi brugðist og græðgin orðið skinseminni yfirsterkari.  Sem segir mér bara að menn ættu að halda sig við meðalhófið og vera framsóknarmenn í stað þess að elta gullkálfinn. 

Vantraust og ráðleysi

Nú er svo komið að stjórnmálamenn treysta ekki íslenskum háskólamönnum til að gera hlutlausa málefnalega úttekt á stöðunni.   Þeir hafa misnotað háskólamenn aftur og aftur til að búa til misvitrar skýrslur byggðar á fyrirframgefnum niðurstöðum til að rökstyðja sitt mál.  Það hefur leitt til þess að flestir færir einstaklingar á þessu sviði eru meira og minni rúnir trausti og ótrúverðugir og þess vegna þarf að leita erlendis.   Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hvað landið er lítið og hagkerfið smátt.  Og svo tala menn um fullveldi?  Ríkistjórnin leggur ráð þjóðarinnar í hendur Pricewaters, Delotte, Moodys og Woodys  og hvað þessar stofnanir heita og biðja um ráð.  Ef þetta er ekki ráðleysi hvað er það þá?
mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má lengi böl bæta að benda á eitthvað annað

Félagsmálaráðherra skrifar langa grein í Morgunblaðið í dag og telur upp ýmiss afrek sýn til þess gerð að bæta stöðu aldraðra og öryrkja.   Þetta gerir hún á sama tíma og samtök aldraðra og öryrkja fara fram á að ríkisstjórnin standi við fyrirheit sem gefin voru í sambandi við kjarasamningana.   Jóhanna félagsmálaráðherra hefur verið spurð um efndir t.d. varðandi loforð um aðgerðir húsnæðismálum sem gefin voru af sama tilefni.  Þá sagði hún að það yrði að samþykkja samningana og þá stæði ekki á efndunum.  Nú hafa samningar verið samþykktir og engar eru efndirnar.  Engar aðgerðir komnar í húsnæðismálum, engin lækkun eða niðurfelling á stimpilgjöldum. Og nú síðast kemur fram að ekki er staðið við gefin loforð til aldraðra og öryrkja.  Samningurinn er ekki pappírsins virði í augum ráðherra.  Allt svikið.   

Aldraðir og öryrkjar hafa skrifað og ályktað um það að kjörin hafi ekki batnað þrátt fyrir kosningaloforð Samfylkingarinnar.  Það á sér einfalda skýringu, Samfylkingin datt beint í pytt íhaldsins og eyddi þeim fjármunum sem bætt var í málaflokkinn til að bæta enn stöðu þeirra betur settu og létu þá verst settu sitja á hakanum.  Þorri fjármagnsins fór til þess að draga úr eða afnema tekjutengingar en ekki til þeirra sem höfðu minnst úr að spila.   Það er rót þeirrar óánægju sem er í röðum þessa fólks.  Jafnaðarmennskan varð að víkja fyrir friðnum á stjórnarheimilinu og sálin var seld.  Hagur þeirra betur settu bættur enn á kostnað hinna.


Hvað er að á Mogganum

Leggja blaðamenn enga vinnu eða sjálstætt mat í fréttir sem þeir vinna.  Það vita það allir sem fylgjast með fréttum að úrvalsvísitlalan fór hæst  í um 9000 stig og er núna um 5000 stig.  Við gagnrýnum erlendar fréttastofur fyrir að kynna sér ekki málin og fara rangt með staðreyndir.  En Morgunblaðið er nú ekki mikið skárra þegar það étur vitleysurnar upp hráar og óunnar.  Þessi fréttamennska er enn eitt dæmið um illa unnar fréttir, fréttir sem benda til þess að þeir sem vinna við að segja okkur fréttir fylgjast ekki með fréttum eða eru ekki færir um að setja eigin fréttir í rétt samhengi.
mbl.is Íslensk hlutabréf í alþjóðlegum skammarkrók?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtahækkunin var tilgangslaus

Seðlabankar þeirra landa sem Seðlabanki Íslands hefur haft sem fyrirmynd hafa lækkað vexti undanfarið til þess að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti í efnahagslífi og til að tryggja að hjól atvinnulífs stöðvist ekki.   Seðlabankar annarra landa horfa fram í tímann og grípa til ráðstafana sem ætlað er að hafa áhrif eftir eitt ár eða jafnvel síðar.  Þess vegna eru þeir að lækka vexti núna þrátt fyrir bæði verðbólgu og í sumum tilfellum þenslu.   Þeir sjá nefnilega augljós merki þess að það eru yfirgnæfandi líkur á samdrætti þegar horft er lengra fram.  

Þetta sér auðvita Seðlabanki Íslands, en hann er hættur að hugsa um hagstjórn og hag heimila og atvinnulífs.   Það á bara að verja handónýta stefnu og stórlaskaða krónu hvað sem það kostar.  Heimilin, einyrkjar og lítil fyrirtæki skulu borgar brúsann og tryggja hagfræðingunum og bankastjórnum áfram mjúka stóla að sitja á við Arnarhól.

Forsætisráðherra situr sem leppur fyrrverandi formanns Sjálfsstæðisflokksins og sýnir ekkert pólitískt frumkvæði í stöðunni og heldur bara blaðamannafundi til að undirstrika ráðleysi og getuleysi sitt og ríkisstjórnar.    Samfylkingu er of annt um stólana sýna til að hafa skoðun á efnahagsmálum og fara bara um landið með fundarherferð til að telja fólki trú um að allt sé í góðu lagi.  Almenningur veit betur.


mbl.is Mikil velta á skuldabréfamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn árangur

Árangursleysi Seðlabankans hrópar á þjóðina sjá nánar hér
mbl.is Hlutabréf og króna á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissað í skóinn

Það sýnir sig að stýrivaxtahækkun Seðlabankans gerir ekkert til að laga gengi krónunnar.  Hún réttir sig aðeins í einn og hálfan dag og sígur svo aftur niður sama far og hún fór lægst.  Eftir sitja heimilin og atvinnulífið með reikninginn af tilrauninni.   Þegar Seðlabankinn var að hækka stýrivesti hér fyrir svona þremur árum og var gagnrýndur fyrir voru rökin þau að það væri verið að horfa til lengri tíma. Stýrivextirnir færu ekki að bíta fyrr en eftir um það bil 18 mánuði og að Seðlabankinn verði alltaf að horfa fram á veginn og miða við efnahagsástandið eins það verði eftir eitt til eitt og hálft ár.   Síðan þegar vextirnir voru komnir í hæstu hæðir gleymdust þessi rök bankans og núna er bara horft til dagsins í dag, kannski viku fram í tímann og ekkert verið að velta fyrir sér eða taka með í reikninginn hvernig ástandið verður að sama tíma á ári eða síðar.

Röksemdir hagfræðingana og bankastjórana við Arnarhól eru ekki einu sinni tækar sem brandari, þær eru illskiljanlegar þeim sem fylgst hafa með þróun mála undanfarin ár og eru með lengra minni en meðal fréttamaður.   Bankinn skuldar þjóðinni mikið betri skýringar á peningamálastefnunni en hann hefur borið á borð hingað til, ekki að furða þó íslenskt hagkerfi njóti ekki trausts erlendis þegar það er ekkert samræmi í skýringum og ástæðum vaxtastefnunnar milli mánaða og ára.


mbl.is Krónan veikist um 1,57%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að þora að ræða sjávarútvegsmál.

Ég fanga frumkvæði Gests Guðjónssonar hér að umræðu um sjávarútvegsmál.  Ég get tekið undir með honum að það er ekki hægt að stinga áliti mannréttindanefndar SÞ bara undir stól og láta sem það hafi aldrei komið.   Sjávarútvegsumræðan er viðkvæm og erfitt að finna málamiðlanir svo öllum líki en að stinga álit mannréttindanefndar undir stól væri sem olía á eld og kynnti undir óánægjuröddum sem heyrst hafa.   það er því mikilvægt að finna lausn sem ekki kollvarpar kerfinu heldur kemur á móts við þær athugasemdir sem fólgnar eru í álitinu.   Ég held að hugmyndir þær sem Gestur setur fram séu til þess fallnar.  

Ég vil bæta einni hugmynd við en það er að sett verði í lög að allur fiskur veiddur á íslandsmiðum verði annaðhvort unninn eða seldur á Íslandi.   Þannig gefum við íslenskri fiskvinnslu ákveðið forskot að fiskinum og það er fullkomlega réttlætanlegt að setja svona kvaðir á þar sem fiskur héðan er seldur á fiskmörkuðum erlendis sem eru meira og minna byggðir og reknir fyrir styrki frá EB eða viðkomandi landi.

Með þessu styrkjum við fiskvinnslu á Íslandi og gefum henni ákveðið forskot á að kaupa fisk veiddan á íslandsmiðum.  Erlendir aðilar yrðu jú að bjóða hæsta verð og bæta síðan flutningskostnaði ofan á til þess að vera samkeppnisfærir.  Þetta gæti jafnvel orðið til þess að einhver vinnsla á íslenskum fiski sem í dag fer fram erlendis myndi flytjast heim.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband