Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Sjálfstæðisflokkurinn vanvirðir forsetaembættið

Í annars ágætri þjóðhátið gærdagsins, þar sem þjóðin hyllti handboltahetjurnar
okkar, sýndi Sjálfstæðisflokkurinn forseta lýðveldisins þvílíka vanvirðingu að það
tekur ekki nokkru tali.
 
Í tvígang sleppti kynnirinn, Valgeir Guðjónsson, 17. maður á lista
Sjálfstæðisflokksins í Kraganum í síðustu Alþingiskosningum (kjördæmi
handboltamálaráðherrans), að nefna þjóðhöfðingann þegar hann fór yfir þá sem voru
uppi á sviði.
 
Þannig að vanvirðingin getur varla verið tilviljun sem má skrifast á gleymsku eða
mistök.
 
Sama hvaða skoðun menn hafa á einstaklingnum sem gegnir embættinu, verður að sýna
embættinu þá virðingu sem því ber.
 
Hann er sameiningartákn þjóðarinnar, þjóðhöfðingi.
 
Það virðast sjálfstæðismenn ekki geta.
 
Eðlilega var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi
forsætisráðherra uppi á sviði að hylla hetjurnar, en hvað í veröldinni voru aðrir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar að gera uppi á sviði?
 
Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað vald, heldur fer hver ráðherra með sinn málaflokk
og áttu hinir ráðherrarnir því ekkert erindi upp á svið.
 
Ég held að menn hafi gleymt sér gersamlega í að klína sig upp við hetjurnar til
reyna að ná nokkrum geislum dýrðarljómans.


Er hægt að taka framboð Íslands alvarlega?

Íslensk utanríkisþjónusta hefur lagt mikið undir í framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.   Starfsmenn utanríkisráðuneytisins forsetinn, ráðherrar og aðrir embættismenn hafa notað öll tækifæri undanfarin ár til að tala máli Íslands og leita eftir stuðningi annarra þjóða við framboðið.

Framboðinu var m.a. ætlað að styrkja íslenska utanríkisþjónustu og gera hana fullburða.  Jafnframt að sýna öðrum þjóðum að íslendingar væru færir um að taka þátt í alþjóðastarfi jafnfætis öðrum þjóðum.  Það mun í framtíðinni auka vægi Íslands í alþjóðlegu samstarfi margskonar sem við tökum þátt í.  Leiða má að því líkum að það verði auðveldara fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og fá tekið tillit til þeirra í alþjóðasamstarfi og samningum.

þetta eru kannski helstu rökin fyrir því að eyða um 400 milljónum sérstaklega í framboðið.  Nú hefur utanríkisráðherra sett alla þessa vinnu á spil til að afla sér vinsælda í fámennri klíku í Samfylkingunni.   Íslendingar eiga að vera baggi á öðrum þjóðum þegar kemur að friðargæslu.

Íslenskir friðargæsluliðar eiga að vera óvopnaðir í störfum sínum á ófriðarsvæðum.  Það þarf jú ekki friðargæslu þar sem friður ríkir.   Þetta verður til þess að aðrar þjóðir verða að leggja til mannskap og tæki til að verja íslendingana.   Það segir sig sjálft að þetta getur varla mælst vel fyrir hjá öðrum þjóðum að vera með farþega með sér í störfunum.   Er þá ekki bara betra heima setið en af stað farið?

Ingibjörg Sólrún virðist telja það fullkomlega eðlilegt að Danir, Norðmenn, Hollendingar eða aðrir leggi til vopnaðar sveitir til að gæta óvopnaðra Íslendinga á ófriðarsvæðum,  og að það sé gert undir því yfirskyni að við séum að taka þátt í friðargæslu.

Silfurstrákarnir okkar sýndu og sönnuðu að lítil þjóð getur staðið þeim stóru jafnfætis, en svo koma svona dæmalausar vinsældarákvarðanir þar sem við erum gerðir að bagga og þiggjendum í nauðsynlegu starfi erlendis við að stilla til friðar á ófriðarsvæðum.

Ráðherrar Samfylkingarinnar virðast vera í einhverskonar keppni í ábyrgðarleysi og asnaskap.  Þær stöllur Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnar leiða keppnina, en Össur kemur þar skammt á eftir.


Sá á kvölina sem á völina

Leiðirnar til að losa fjármálakerfið við Íslandsálagið til langs tíma eru líklega helst tvær: Annars vegar er hægt að stækka myntkerfið og hins vegar að bankarnir finni sér annan bakhjarl en Seðlabanka Íslands og flytji höfuðstöðvar sínar, segir Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar Glitnis.

Nú geta íslenskir stjórnmálamenn ekki grafið höfuðið lengur í sandinum.   Þeir verða að svara í vetur þeirri grundvallarspurningu hvort þeir vilja byggja hér upp alþjóðlegt fjármálaumhverfi og styðja við útrás bankana, eða hvort þeir telja að íslendingar séu betur settir án fjármálageirans og þeirra tekna og atvinnutækifæra sem fylgir honum.

Í mínum huga er valið auðvelt, við eigum að samþykkja á þingi í vetur að sækja um aðild að ESB og hefja þegar viðræður við Seðlabanka Evrópu um stöðuleikasamning og að hann aðstoði íslenska seðlabankann við að ná hér nauðsynlegum stöðuleika og að uppfylla kröfur um aðild að myntbandalaginu.

Ef það er einhver efi í huga stjórnmálamanna eiga þeir að vísa þeirri spurningu til þjóðarinnar hvort sækja eigi um aðild.  Það er ábyrgðarhluti að vera í stjórnmálum og útiloka það að skoða hvernig samninga við getum náð við ESB.   Stjórnmálamenn á Íslandi eru í engri aðstöðu til að fullyrða í dag hvaða árangri við gætum náð í aðildarviðræðum.  Þeim spurningum verður ekki svarað án aðildarumsóknar.  

Það er löngu tímabært að tala tæpitungulaust um þessi mál og krefja menn svara.  Hvenær á að sækja um aðild?

Ég segi, ekki seinna en um áramót.


mbl.is Íslandsálagið staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð Samfylking

Ísland á að leggja sem minnst af mörkum í samfélagi þjóðanna.   Íslendingar velja sér auðveldu og vinsælu viðfangsefnin og láta öðrum eftir að vinna skítverkin.   Við ætlum ekki að leggja meira af mörkum með virkjun endurnýjanlegra orkugjafa.  Við viljum að aðrir leggi hreinsi fyrir okkur olíuna og bensínið sem við notum.  (Og kannski framleiðum í framtíðinni).   Við viljum að aðrar þjóðir niðurgreiði ofan í okkur landbúnaðarvörurnar.

Þetta er dæmigerður hugsunarháttur sníkjudýra, og þar er Samfylkingunni rétt líst.


mbl.is Friðargæsluliðar beri ekki vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru ungir frjálslyndir ?

Var ungliðahreyfingu frjálslynda flokksins ekki boðið að vera með í mótmælum minnihlutans?  Tala nú ekki um Íslandshreyfinguna.   Það hefðu kannski verið um 30 í stað 20 sem mótmæltu ef minnihlutinn hefði komið sér saman um að mæta nú allir sem einn.   Eða getur það verið að minnihlutinn sé ekki samstíga og að Samfylking og VG séu ekki tilbúnir að vinna með frjálslyndum?  Eða eru frjálslyndir kannski ekki tilbúnir til þess að mótmæla fyrir Ólaf F?  Nú svo getur auðvita verið að svarið sé einfalt, það séu engir ungliðar í frjálslynda flokknum nema Viðar Guðjonsen.  En þá eiga Samfylking og VG að vita að það er ljótt að skilja einn eftir útundan.
mbl.is Mótmælt fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður gætt að hagsmunum borgarbúa

Það er ljóst að Vinstri grænir og Samfylking slitu Tjarnarkvartettnum þegar flokkarnir án nokkurs samráðs fögnuðu niðurstöðu Skipulagsstofnunar og stóðu að því að slá virkjunina út af borðinu.  Óskar Bergsson gaf þeim kost á að endurskoða afstöðu sína með tillögu í borgarráði, en þeir kusu að standa fast við að slíta.   Flokkarnir voru síðan enn spurðir í gærmorgun hvort þeir stæðu við þessa skoðun og það hafði ekkert breyst.  

Framsóknarmenn standa ekki að því að henda 1500 milljónum úr sameiginlegum sjóðum út um gluggann.   Framsóknarmenn skipta ekki um skoðun þegar kemur að því að byggja upp atvinnulíf og afla áður en eytt er. 

Samfylking og Vinstri grænir hafa ekki lagt neitt jákvætt til borgarmála í 200 daga, það er tönglast á því að það beri að viðhalda ófremdarástandi í borginni.   Látum þá kveljast í meirihlutanum, var viðkvæðið.  Það var ekki hugsað um hag borgarbúa, heldur komandi kosningar.   Eina hugmyndin sem borgarstjóri 100 daga meirihlutans hefur borið á borð er að kjósa aftur núna?  Og samt veit hann að það stenst ekki lög,  það eru ekki heilindi í tillöguflutningnum heldur er verið að hugsa um eigin rass.  Borgarbúar og hagsmunir þeirra eru í bestafalli númer 3 eða 4.

skamm.


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klækir Árna

Árni Þór kemur fram í sjónvarpi og viðurkennir að hann var að reyna að fá sitjandi borgarstjóra til að segja af sér degi áður en meirihlutinn féll.   Svo dettur VG og S í hug að saka Óskar Bergsson um að rjúfa samkomulag um að ástunda ekki klækjastjórnmál.     Það þarf ekki frekar vitnana við VG rauf það samkomulag og allt bendir til að það hafi verið gert með samþykki og velvilja Samfylkingar.

Allt tal um annað er ekkert annað en grjótkast úr glerhúsi.


mbl.is Segir Ólaf hafa samþykkt að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarmál

Dagur Eggertsson segir í fréttum í morgun að samstaða minnihlutaflokkana í borgarstjórn sé mikil.  Þar hefur þó borðið nokkurn skugga á.   VG og Samfylking stukku til við úrskurð Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun og fögnuðu niðurstöðunni og stóðu að frestun framkvæmda.   Þetta var gert án nokkurs samráðs í minnihlutanum og ekki öllum framsóknarmönnum að skapi.   Eftir þetta fagn er ljóst að málefnaleg samstaða minnihlutans í atvinnumálum er ekki til staðar.  Atvinnumál eru brýnustu málin í dag.   Fulltrúar Samfylkingar í nefndum og ráðum titla sig síðan sem talsmenn minnihlutans í hinum ýmsu málaflokkum án nokkurs samráðs og taka sér völd og áhrif á nokkurs umboðs.   Svo má auðvitað minna á dæmalausa skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Samfylkingu og lét vera að spyrja um frammistöðu Óskars Bergssonar.   Félagsvísindastofnun skuldar framsóknarmönnum afsökun á arfaslökum vinnubrögðum við gerð þessarar könnunar.

Íbúðalánasjóður er ljósið í myrkrinu

Það sýnir sig alltaf betur og betur að það var hárrétt ákvörðun hjá framsóknarmönnum að standa vörð um Íbúðalánasjóð.   Í haust reynir á Samfylkinguna fyrir alvöru þegar endurskoða á lög um sjóðinn.   Vonandi hefur Jóhanna lært sitt lítið af hverju síðan hún setti húsbréfin með allt að 25% afföllum á markað hér um árið.


mbl.is Vextir Íbúðalánasjóðs lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að klóra yfir skítinn úr sjálfum sér

Það liggur fyrir að heimsmarkaðsverð lækkaði í dag um 4 dollara og gengi krónunnar fór upp um 0,5%.

Í morgun þegar N1 hljóp til og hækkaði var það vegna sveiflu í gengi krónu sem gaf þeim allt í einu tilefni til hækkunar um 2 krónur á dísil lítrann.  Hreyfingar dagsins gefa tilefni til 2 - 3 króna lækkunar í stað hækkunar.   Í stað þess að lækka er hækkað fyrir hádegið og lækkað seinnipartinn og svo berja menn sér á brjóst og eru stoltir af því að plata neytendur.

Fólk er ekki fífl, fólk á að hætta að skipta við N!, viðskiptasiðferði olíufélagins er á því plani að maður á ekki að leggja nafn sitt við viðskipti þar.


mbl.is N1 lækkar eldsneytisverð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband