Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ólína Þorvarðardóttir er ólæs

Framsóknarflokkurinn hefur aldrei lofað ríkisstjórn Samfylkingar og VG hlutleysi.  Framsóknarflokkurinn þarf að styðja ríkisstjórnina til að hún komi málum í geng.  Hlutleysi eitt og sér dugar ekki.   Þetta vita allir sem fylgjast með pólitík.   Ólína fabúlerar og gerir framsóknarmönnum um skoðanir kastljósi án þess að vera læs á stöðuna.   Framsóknarflokkurinn gefur ekki VG og Samfylkingu óútfylltan undirritaðan tékka á ríkissjóð.   Það væri fullkomið ábyrgðarleysi og íhald og Samfylking sýndu það við fjárlagagerð 2007 að þeir kunna ekkert með fjármuni að fara og lögðu þar grunn að slæmri stöðu ríkissjóðs þrátt fyrir aðvaranir.

Ólína verður að sætta þig við það við treystum þessum flokkum ekki og höfum til þess margar ástæður..  

XB.

ps:  Helgi Seljan fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar kaus að misnota ríkisfjölmiðil til þess að ræða framsóknarflokkinn án þess að rödd flokksins væri til staðar.   Er ekki kominn tími á að gefa Helga frí ?   Sáttmáli íhalds og krata um helmingaskipi á fréttastofu og í kastljósi hlýtur að vera runninn sitt skeið og komin tími á vandaða hlutlausa umfjöllun.   Það er kominn tími til að loka Bláskjá og opna ríkissjónvarpið aftur.

 


Stjórnarskrárbreytingar

Eins og staðan í stjórnarmyndunarviðræðum er núna lítur út fyrir að eitt af verkefnum nýrrar ríkisstjórnar verði að beita sér fyrir breytingum á stjórnarskrá.   Þar tel ég að þurfi að huga að þremur atriðum í fyrstu atrennu en að aðrar breytingar bíði stjórnlagaþings sem endurskoði stjórnarskrá, kosningalög og jafnvel lög um stjórnarráð, ráðningar opinberra starfsmanna og fleiri atriði.

Í stjórnarskrá þarf að setja inn ákvæði um framsal valdheimilda sem gæti verið á eftirfarandi hátt:

Við 21. gr. stjórnarskrárinnar bætist:

2.        „ Heimilt er í því skyni að ná markmiðum um aukna samvinnu milli þjóða og
sameiginlega réttarskipan með öðrum ríkjum eða til þess að tryggja alþjóðlegan frið
og öryggi að framselja skilgreinda hluta valdheimilda, sem handhafar ríkisvalds fara
með samkvæmt stjórnarskránni, í hendur yfirþjóðlegra stofnana sem Ísland á eða fær
aðild að með samningi. Slíkt framsal getur þó ekki tekið til heimilda til þess að
breyta stjórnarskrá þessari.
3.        Framsal samkvæmt 1. mgr. skal ákveðið með lögum þannig að a.m.k. 3/4
þingmanna greiði slíku lagafrumvarpi atkvæði sitt. Náist slíkur aukinn meirihluti
ekki en einfaldur meirihluti þingmanna greiðir slíkri tillögu þó atkvæði sitt má í
kjölfarið bera tillöguna óbreytta undir bindandi þjóðaratkvæði til samþykktar eða
synjunar þar sem einfaldur meirihluti kjósenda ræður úrslitum.
4.        Framsal slíkra valdheimilda er ávallt afturkræft eftir sömu reglum og
greinir í 2. mgr.
5.        Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við um þátttöku Íslands í
alþjóðastofnunum sem taka ákvarðanir sem einungis hafa þjóðréttarlega þýðingu
gagnvart Íslandi. “

Jafnframt þarf að bæta inn ákvæðum um stjórnlagaþing og að stjórnlagaþing hafi heimild til að breyta stjórnarskrá eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá.    Allt tal um stjórnlagaþing án þess að setja um það ákvæði í stjórnarskrá leiðir til þess að væntanlegar breytingar bíða eftir kosningum til Alþingis sem gætu orðið 2013.    Tryggja þarf stöðu stjórnlagaþings og að það sé löggildur vettvangur til að ræða og ger  stjórnarskrárbreytingar en ekki ráðgefandi vettvangur sem sendir erindi til Alþingis.   Það er marklaust ef Alþingismenn ætla svo að sitja og velja og hafna úr tillögum stjórnlagaþings.

Að lokum er mikilvægt að tryggja stöðu auðlinda í þjóðareigu í stjórnarskrá áður en gengið er til viðræðna við ESB um aðild Íslands.   Það styrkir samningsstöðu okkar og er leið til að skapa sátt um aðildarviðræður.   

Framsóknarmenn hafa flutt tillögur að nauðsynlegri breytingu til að tryggja stöðu auðlindanna og í stjórnarskránni og við eigum fullmótaðar tillögur um breytingar vegna framsals valdheimilda eins og sjá má hér að ofan og jafnframt um stjórnlagaþing.   Mikilvægt er að ganga hreint til verks og eyða öllum vafa.   Nú dugar ekkert hálfkák.


Hvað leysir utanþingsstjórn?

Þó að hér sæti utanþingsstjórn hefði hún ekkert löggjafarvald og Alþingi sæti eftir sem áður.  Ríkistjórnin væri algjörlega upp á Alþingi komin með að koma í gegn nauðsynlegum lagabreytingum og væri í stöðugum samningaviðræðum við þingflokka til að tryggja málum framgang. 

Er það ástandið sem Neyðarstjórn kvenna er að kalla eftir ?


mbl.is Áskorun frá Neyðarstjórn kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessu fólki treystandi ?

Samfylkingin er í ríkisstjórn og situr sem fastast.   Þetta gerist þrátt fyrir að varaformaðurinn í fjarveru formanns talar fyrir kosningum og tekur þátt í fundi þar sem samþykkt eru stjórnarslit.  Varaformaðurinn mætir svo í viðtal eftir fundinn og tekur undir allt sem á fundinum fór fram, en tekur jafnframt fram að hann beri fullt traust til ríkisstjórnarinnar.    Er hérna komin fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?

Svo er það snillingurinn aðstoðarmaður Utanríkisráðherra sem gat fullyrt að forsætisráðherra hefði misskilið formann Samfylkingarinnar í símtali sem aðstoðarmaðurinn heyrði ekki.   Hún leiðrétti og fullyrti til hægri og vinstri, og nú er komið í ljós að formaður Samfylkingarinnar misskyldi símtalið líka á sama hátt og forsætisráðherra.  

Það er munur að hafa svona snilling sem aðstoðarmann sem veit miklu betur en maður sjálfur hvað maður segir og meinar.   Ingibjörg Sólrún verður að læra að meta snilldina og spyrja aðstoðarmanninn oftar út í það hvernig ber að túlka orð og símtöl formanns Samfylkingarinnar.

Nema að aðstoðarmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sýna og skrökvað að samstarfsfólki sýnu til að fullnægja einhverri sýniþörf?    Ef svo er hlýtur ráðherrann að senda aðstoðarmanninn í fríið langa.


Veruleikaflótti

Ég held að þessi hugmynd sé nú ekki hugsuð til enda.   Stjórnmálamenn bjóða sig fram til þess að sitja á þingi eða í sveitarstjórn í 4 ár.   Á einu kjörtímabili þarf að taka bæði vinsælar og óvinsælar ákvarðanir.    Óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir verða seint teknar ef almenningur hefur það vald að skipta bara út stjórnmálamönnum ef ákvarðanirnar falla ekki í kramið. 

Við getum allt eins farið í beint lýðræði eins og að taka upp ákvæði um undirskriftasafnanir til að fá fram kosningar.    Þessi tillaga er týpísk fyrir þó skoðanakannana pólitík sem Samfylkingin fylgir, hversvegna samþykktu þessir 10 þingmenn ekki vantraustið á ríkisstjórnina.   Þeir sitja á Alþingi í umboði þjóðarinnar og allt sem þarf er að hlusta á þjóðina.   Það á ekki að þurfa undirskriftasöfnun heldur bara hæfa Alþingismenn sem fylgja sannfæringu sinni og hlusta á þjóðina, í stað þess að láta flokksagann stýra öllum sýnum ákvörðunum.  

Þingmenn vinna eyð að stjórnarskránni, nú ætti að spyrja hvað hefur breyst síðan allir 10 flutningsmennirnir felldu vantraustið.   Og hversvegna flytja þeir ekki í umboði þjóðarinnar vantraust á ríkisstjórnina ?   Þetta frumvarp er sýndarmennska og blöff og því fylgir engin sannfæring og ég held reyndar að nær væri að samþykkja breytingu á lögum sem bannar þingrof.   Þá væru mótmælendur í dag að benda á lausnir eða annarskonar ríkisstjórn sem þeir treysta betur í stað þess að krefjast bara kosninga.

Ég skora á þingmenn að taka frumvörp á dagsskrá sem hafa verið flutt og bíða afgreiðslu, eins og til dæmis frumvarp um yfirstjórn Seðlabanka sem Höskuldur Þórhallsson er flutningsmaður að.  Þannig svara þeir kalli almennings í stað þess að slá ryki í augu fólks með svona sýndarmennsku.


mbl.is Meirihluti geti krafist kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar er hann réttnefndur

Nú þegar Framsóknarflokkurinn hefur svarað kalli tímans virðist Samfylkingin hafa farið á límingunni.  Það lýsir fullkominni panikk að kalla til fundar með viku fyrirvara nk. laugardag til þess að leita að stefnu flokksins.   Ekki er grasrótin spurð um stefnuna og áherslurnar.  

Líklega er það  auglýsingastofa framkvæmdastjórans sem er tilbúin með nýja stefnu sem kynna á fyrir grasrótinni.  Það er í takt við fyrri vinnubrögð í þessu kosningabandalagi.  Núna á svo líka að halda Evrópufundi og segja flokksmönnum hvað þeim eigi að finnast um Evrópumálin, fyrirvara og samningsmarkmið.  Ekki spyrja þá heldur eru dregnir á flot fjöldi fyrirlesara til að segja almennum flokksmönnum hvaða skoðun þeir eigi að hafa.

Mitt í þessu þegar hluti Samfylkingar finnur til ábyrgðar og reynir að galdra fram einhverja stefnu fyrir annars stefnulausan flokk boðar varaþingmaður og þingflokksformaður til fundar um stjórnarsamstarfið.   Þar á sennilega að framkalla stjórnarslit að kratískri fyrirmynd, en margir muna það þegar kratar hlupu frá ábyrgð haustið 1979.   Nú á að endurtaka leikinn.

Varaþingmaðurinn sem fer á kreik í fjarveru og veikindum formanns og boðar fund um stjórnarsamstarfið heitir Mörður og það er greinilega réttnefni.


Þegar kötturinn fer að heimann.....

Samfylkingin boðar framtíðarþing eftir 6 daga til að leita að stefnunni.    Formaður flokksins er erlendis að leita sér lækninga og þá fara mýsnar á kreik og komast að því að það er engin stefna til í flokknum.   Þá er boðað þing... þannig er það í öðrum flokkum og þá hljótum við að gera það líka ... hugsa mýsnar.  En mýsnar þær halda að í fundarsalnum á borðunum sé tilbúin stefna frá þeim sem leigði þeim salinn.   Þeir eru svo vanir því að auglýsingastofan segi þeim hvernig stefnan á að vera að þeir gleyma því að til þings er boðað með fyrirvara og það er undirbúið og grasrótin fær að tala og segja sína skoðun á stefnunni.. en mýsnar.. þær þurfa að redda málunum núna .. áður en kötturinn kemur heim og rekur þær aftur inn í holurnar.

 Ert þú lesandi góður.. maður eða mús ?


Galdrabrennur samtímans

Undanfarið hafa fjölmiðlamenn og þjóðþekktir einstaklingar farið mikinn í opinberri umræðu í leit að sökudólgum.   Orðfæri, ásakanir og áburður þessa fólks á hendur nafngreindum einstaklingum er ekki til mikillar fyrirmyndar.  

Ég efa það ekki að það má finna dæmi um lögbrot og vafasama gjörninga margra einstaklinga í aðdraganda bankahrunsins.   Einnig má eflaust benda á einstaklinga og stofnanir sem sváfu á verðinum og flutu sofandi að feigðarósi.

Það gefur samt ekki skotleyfi á alla þá sem komu að málum á einn eða annan hátt.   Stjórnvöld hafa loksins sett af stað rannsókn á aðdraganda bankahrunsins og endurskoðunarfyrirtæki hafa skilað skýrslum um starfssemi bankanna í aðdragandanum.   Allt þetta er mikilvægt til að tryggja að allar upplýsingar liggi fyrir og við getum dregið þá til ábyrgðar sem fóru framúr sér og brutu lögin og ekki síst til að læra af þeim mistökum sem gerð voru.

Íslendingar hafa hingað til talið sig búa í réttarríki þar sem allir eru saklausir þar til sekt er sönnuð en síðustu vikur hafa sjálfskipaður postular almennings brugðið sér í dómarahlutverk og útdeila sekt til hægri og vinstri án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir máli sínu.

Nú er svo komið að það berast fréttir t.d. innan úr bönkunum að þar þori sig enginn að hreyfa af ótta við að lenda á galdrabrennum einstakra fjölmiðlamanna.   Ákvörðunarfælni í bönkunum er farin að skaða verulega hagsmuni fyrirtækja sem þangað leita eftir úrlausn sinna mála og tefur eðlilegar aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að bjarga verðmætum og tryggja vinnu.

Aðhald fjölmiðla er nauðsynlegt í samfélaginu en það er vandfarið með það vald sem fjölmiðlar hafa og því mikilvægt að vandað sé til verka og ekki farið fram af offorsi og með órökstuddar dylgjur og fullyrðingar.   Það skaðar málstaðin og veldur einstaklingum og fjölskyldum þeirra ónauðsynlegum þjáningum.  Nægur er vandinn samt.  

Krafan um skýrar og einfaldar reglur þar sem allir sitji við sama borð er sjálfsögð og eins krafan um að allt sé rannsakað og uppi á borðum um aðdraganda bankahrunsins.   Þar eiga fjölmiðlar að veita aðhald og koma með ábendingar í stað þess að setja sig í dómarasæti og fara fram með illa dulbúnar hótanir og órökstuddar fullyrðingar.

    


Tilraun til að flækja umræðuna?

Nú þegar almenningur er orðinn vanur því að fylgjast með gengisvísitölunni sem mælieiningu á gengi krónu er hún aflögð.   Þetta er gert án nokkurra haldbærra raka og tilgangurinn viðrist sá helst að gera allan samanburð erfiðari og að gera almenningi erfitt fyrir að meta hvert stefnir í gengismálum þjóðarinnar.  
mbl.is Hætt að reikna út gengisvísitölu krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband