Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Lög eru lög

Það eru lög í landinu sem segja að fari menn á hausinn með fyrirtæki þá eigi þeir ekki að koma nálgægt fyrirtækjarekstri í ákveðinn árafjölda á eftir.  Þessir feðgar hafa sett fleiri fyrirtæki í þrot og eiga ekkert inni hjá þjóðinni.   Þeir eiga ekki skilið nokkra sérmeðhöndlun.   Hagar eru einokunarhringur sem nauðsynlegt er að brjóta upp. 
mbl.is Munu ekki þurfa að afskrifa neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar sem syndlaus er......

Nú hefur Samfylkingin í Reykjavík slegið tóninn í komandi kosningabaráttu.  Hún mun ekki snúast um málefni eða hag Reykvíkinga heldur hefðbundið skítkast sem tröllriðið hefur íslenskum stjórnmálum frá stofnum Samfylkingarinnar.

Nú er tekin til seta Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins í skipulagsráði og hún gerð tortryggilega og spunameistararnir tala um háa þóknun fyrir fundarsetu.   Þolir Samfylkingin skoðun og samanburð?  Stendur ekki einhverstaðar að sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum?

Dagur B. Eggertsson sigur sem fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Faxaflóahafna sf. og hefur hann
fengið 162.000 krónur fyrir hvern stjórnarfund sem hann hefur setið fyrir hönd Samfylkingarinnar á þessu ári. Þetta má lesa úr upplýsingum sem fengust frá Faxaflóahöfnum í morgun.

Greiddar eru 80.112 krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Faxaflóahafna. Dagur B. Eggertsson, sem nú gegnir sérverkefnum á vegum ríkisstjórnarinnar, hefur setið fimm fundi frá áramótum, en alls hafa verið haldnir ellefu.  Samanlögð upphæð er 809.112 krónur.
Sex sinnum hefur Björk Vilhelmsdóttir varamaður setið fund. Viðbótarkostnaður Faxaflóahafna að fá inn varamann er 10.140 fyrir hvern fund. 

Af sjálfsögðu verður að halda því til haga, að seta í stjórn Faxaflóahafna felur væntanlega meira í sér en að sitja stjórnarfundina.

Dagur B hlýtur í ljósi gagnrýni á Sigmund Davíð sem þó er ekki kjörinn borgarfulltrúi að hugsa sinn gang og hið minnsta biðjast afsökunar á frumhlaupinni.  Fer ekki fram á að hann íhugi afsögn þó vandlæting sumra bloggara í dag gefi fullt tilefni til.  En það er erfitt að gera sömu siðferðiskröfur til Samfylkingarinnar og annarra.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband