Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Jóhanna breytir málshætti

Samþykkt hafa verið lög frá alþingi að tillögu ríkisstjórnar heilagrar Jóhönnu, um breytingu á gömlum og úreltum íslenskum málshætti. Fyrir breytingu hljóðaði málshátturinn svona:

 

                Best er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.

 

Eftir breytingu hljóðar hann hins vegar svona:

 

                Best er að hafa mann með háf í hverjum brunni.

 

Eins og allir hljóta að sjá tekur málshátturinn eftir breytingu miklu betur á vanda heimilanna í landinu. Hann er styttri og hnitmiðaðri, auk þess sem þarna skapast fjölmörg spennandi atvinnutækifæri fyrir bankamenn sem ekki komast lengur í lax.


Norðmenn nískasta þjóð í heimi

Þeir sendu okkur Seðlabankastjórann sem öfundarsósíalistarnir sem núna ráða í stjórnarráðinu trúa á.   Það verður að reikna dæmið til enda.  Hvað kostar það samfélagið að láta 30.000 heimili fara í gjaldþrot eða í greiðsluaðlögun?   Hvað kostar það samfélagið að framlengja lánum í 10-30 ár ?  hvað verður 40 ára gamall maður sem skuldar 40 ára lán og hefur greitt af því í 10 ár gamall ef það bætast 30 ár aftan við áður en hann greiðir síðustu afborunina ?

Hver verður eignamyndunin hjá 30 ára gömlum einstakling sem er nýbúinn að taka 40 ára lán og lengir það um 20 ár til komast yfir næstu 2 ár?  Hvað á hann í húsinu sínu þegar hann fer á elliheimilið?

Er ekki rétt að reikna dæmið til enda áður en menn bera svona á borð... og koma þá með einhverjar aðrar lausnir í stað þess að láta öfundina reka sig áfram út í málefnalegt og efnahagslegt gjaldþrot?


mbl.is Niðurfelling skulda óhagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð hafði rétt fyrir sér

Samfylkingin er loftbóluflokkur og flaggar tveimur loftbólum í sviðinu í landsfundinum í dag því til staðfestingar.

Loftbolur XS

Íhaldið og stjórnarskráin

Nú hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun um Evrópumál.  Ályktun sem sýnir svo ekki verður um villst að sú stefna íhaldsins að málið væri ekki á dagskrá hefur beðið skipbrot.  Umræðan er svo óþroskuð innan flokksins að hann er ekki fær um að taka efnislega afstöðu heldur pakkar málinu inn í umbúðir til að komast hjá því að hafa stefnu.

Þetta könnumst við Framsóknarmenn vel við.  Við fórum í gegnum 7 ára umræður um Evrópumál áður en flokksþing okkar komst að þeirri niðurstöðu að ganga ætti til aðildarviðræðna við ESB með vel skilgreind samningsmarkmið í farteskinu.  Samningsmarkmið sem miðað að því að halda vel á hagsmunum lands og þjóðar í væntanlegum viðræðum.

Sjálfstæðisflokkurinn kýs að fela sig bak við þjóðaratkvæðagreiðslur um það hvort ganga eigi til aðildarviðræðna og síðan einnig um niðurstöðuna.   Það væri nú gott og blessað að hafa þessa afstöðu ef hugur fylgdi máli.  Nú er einmitt verið að ræða á Alþingi breytingar á stjórnarskrá og stjórnlagaþing sem miðar að því að auka lýðræði og áhrif kjósenda á stærri mál.  Þar berst íhaldið á hæl og hnakka gegn öllum tillögum.

Það er ljóst að Alþingi getur ekki framselt vald til þjóðarinnar með almennum lögum, það þarf að gerast með breytingu á stjórnarskrá.  Það er engin heimild í dag í stjórnarskrá til að samþykkja að vísa máli í þjóðaratkvæði sem síðan bindur hendur þingmanna í framhaldinu.

Þetta vita Sjálfstæðismenn mæta vel en samt er eftirfarandi setning í samþykkt landsfundarins:

"Landsfundur telur að setja skuli ákvæði í almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og þær lágmarkskröfur sem gera á um stuðning við mál á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu."

Ákvörðunarfælnin og sýndarmennskan er enn við völd í Valhöll og í lengstu lög er allt gert til að komast hjá því að hafa skýra stefnu.   Hvernig væri nú í framhaldi af þessari samþykkt að þingmenn flokksins færu að taka þátt í þeirri vinnu sem stendur á Alþingi við breytingar á stjórnarskrá og undirbúning fyrir stjórnlagaþing í stað þess að koma fram sem varðhundar valdsins.   

Ef þeir gera það ekki eru þeir marklausir og flokkurinn ekkert annað en sama gamla tuggan í nýjum umbúðum.


Eignatilfærsla heilagrar Jóhönnu

Tveir bræður voru misjafnlega staddir í byrjun október síðastliðnum. Annar átti skuldlítið hús  og auk þess 20 milljónir á verðtryggðum reikningi, en hinn hafði nýlega byggt sér hús og eytt í það sínum peningum og tekið að auki 20 milljónir að láni. Með neyðarlögum Geirs og Jóhönnu var ákveðið að ríkið styrkti þann sem átti peninga á bók um tæpar 17 milljónir, það er það sem upp á vantaði að tryggingasjóður innlána tryggði hans innlán. Hækkun vísitölunnar hefur síðan styrkt hann um 5 milljónir í viðbót, þannig að nú hefur hann fengið um 22 milljónir í styrki sem einhver þarf að borga, því peningar verða ekki til af sjálfu sér.

Hinn sem skuldaði hefur hins vegar ekki fengið neina styrki, einungis góð orð Jóhönnu um að börnin hans muni ekki svelta þegar hann verður orðinn gjaldþrota, sem hann verður væntanlega fljótlega. Lánið hans hefur nefnilega hækkað í um 25 milljónir og afborgunin samkvæmt því. Það er nefnilega hann sem er látinn borga styrkina til þess sem átti peninga fyrir hrun.

Þetta er eignatilfærsla sem ekki er hægt að sætta sig við. Svo leyfir Jóhanna sér að tala um eignatilfærslu þegar mönnum dettur í hug að kannski væri rétt að leiðrétta að hluta þennan glæp sem hún framdi með Geir í október. Heyr á endemi!

Sanngjarnast væri að færa vísitöluna aftur fyrir hrun þannig að sú niðurfærsla höfuðstóls skulda sem menn ræða nú um, væri greidd af fjármagnseigendum en ekki bara tekin af sköttum okkar sem skuldum. Það hefur hins vegar enginn þorað að nefna. Jóhanna stendur ásamt VG dyggan vörð um fjármagnseigendur eins og hún gerði með Sjálfstæðismönnum áður. Og kennir sig svo við jafnaðarstefnu!!!! Sveiattann!!!!


Pælum í því

Aðstoðarmaður forsætisráðherra bloggar um úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í vanda heimilanna.   Þar eru upptalin þau úrræði sem ríkisstjórnin leggur til.   Ekki er þar um neinar framtíðarlausnir að ræða heldur einungis leiðir til að fresta vananum og gera hann enn stærri.

Ekki eru talin um nein úrræði sem jafnast á við þau sem ríkisstjórn íhalds og Samfylkingar beitti til að tryggja sparifjáreigendur gegn afleiðingum bankahrunsins.   Ríkisstjórn sem kennir sig jafnaðarmennsku telur að fjármagnseigendur eigi að vera jafnari en annað fólk, skuldarar geta étið það sem úti frýs og þeim verður ekki rétt nein hjálparhönd.  Bara lengra reipi að hengja sig í.

Hér á eftir fer afrekalistinn sem aðstoðarmaðurinn er svo stoltur af ásamt dæmalausu niðurlagi hans í bloggfærslunni:

"

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings skuldsettum heimilum eru annars þessar:

  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna
  7. Lækkun dráttavaxta
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

Með ofangreindum aðgerðum hefur ríkisstjórnin slegið skjaldborg um heimilin í landinu og lagt traustan grunn að endurreisn þeirra sem lenda í vanda, samhliða batnandi efnahag lands og þjóðar.

Pælum í því !"


Ætlar Gylfi að kjósa Vigdísi ?

Framsóknarflokkurinn fékk engan þingmann í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu kosningum og því ekki á vísan að róa að bjóða sig fram þar.  ASÍ verður að gera grein fyrir því hvernig "örugg sæti" eru skilgreind.   Er Gylfi svona viss um árangurinn og ætlar hann kannski að hjálpa til með því að setja X við B í kosningunum?
mbl.is Engin flokkspólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru stjórnvöld að stela ?

Það vakti athygli mína að bankastjóri Sparisjóðabankans sagði í seinni fréttum sjónvarps í gærkvöldi að það gengi ekki vel að semja við erlenda kröfuhafa vegna þess að þeir sökuðu íslensk stjórnvöld um þjófnað.

Í hverju er þjófnaður fólginn, jú afskriftir þeirra á sínum kröfum eiga ekki að ganga til þeirra sem skulda til að létta þeim birgðirnar.   Ríkisstjórnin vill nota afskriftirnar í eitthvað annað.  VG og Samfylking bera ábyrgð á stjórnarstefnunni en virðast ekki gera sér grein fyrir því í hverju sú ábirgð er fólgin.

Þjóðin hefur beðið í  sex vikur eftir raunhæfum tillögum frá ríkisstjórninni til bjargar fjölskyldum og atvinnulífi og það bólar ekkert á þeim.   Það eina sem ríkisstjórnin hefur afrekað er að úthrópa þá sem koma með tillögur og segjast vilja gera eitthvað annað.

Þessi pólitík gekk ágætlega upp hjá þessum tveimur flokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu en þeir virðast ekki enn hafa gert sér grein fyrir því að það er ætlast til þess að stjórnmálamenn komi með tillögur að lausnum, ekki bara upphrópanir um að gera bara eitthvað annað.

Bara eitthvað annað flokkarnir verða nú að taka sér tak til að tryggja að hægt sé að mynda félagshyggjustjórn að afloknum kosningum.  Það verður varla gert með flokkum sem leggja ekkert til málanna annað en..... gerum eitthvað annað.


Fréttamennska !!!!!

Hversvegna spyr "verðlaunablaðamaðurinn" ekki Steingrím Joð hvað honum þyki um tillögur Lilju Mósesdóttur um niðurfellingu verðbóta þannig að lán lækki um c.a. 20%.

Það væri frétt ef hann gæfi álit á því, hann getur ekki farið að viðurkenna núna að hann las aldrei tillögur Framsóknar áður en þeim var hafnað.

Það er nefnilega ekki sama hjá VG hvaðan gott kemur, ef það er ekki frá þeim þá er það vont.

Þeir eru enn í "á móti öllu" gírnum.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spunameistarar .....

Því var hvíslað að mér að Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði ekki að gefa kost á sér í formannsembætti Samfylkingarinnar.   Þær vinkonur Ingibjörg og Jóhanna hafa plottað dæmið þannig að Jóhanna dragi það eins lengi og hægt er að tilkynna að hún ætli ekki fram til að tryggja að ekki verði smölun og landsþingið sem er í endaðan mánuðinn.  

Þannig geti þær haft mest áhrif á það hver tekur við og þannig tryggt sína stöðu og haldið völdum bak við tjöldin.  Samfylkingin er jú bara valdabandalag en ekki stjórnmálaflokkur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband