Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Áskorun til fjölmiðlamanna

Er ekki einhver fjölmiðlamaður til í að rannsaka fullyrðingar Árna Páls Árnasonar í Kastljósi í kvöld um að hann hafi margoft óskað eftir lánum frá Noregi.  Opinber erindi eru ekki flutt munnlega heldur skriflega svo að það hljóta að finnast skjöl bæði á Íslandi og í Noregi sem staðfesta frásögn ráðherrans og viðbrögð Norðmanna.

Kallið nú eftir þessum upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu, Forsætisráðuneytinu og Fjármálaráðuneytinu og jafnframt frá sömu ráðuneytum í Noregi og fáum sannleikan upp á borðið. 


Verður Icesave samningum sagt upp á morgun ?

Í samningnum er að finna eftirfarandi ákvæði:

Ef ekki hefur verið gengið frá þeim aðgerðum, sem um getur í mgr. 3.1, fyrir lok sumarþings 2009 er lánveitanda heimilt að rifta þessum samningi með því að senda Tryggingarsjóði innstæðueigenda tilkynningu um það og afrit til íslenska ríkisins.

Bretum og Hollendingum er því í lófa lagið að segja samningnum upp á morgun og færa allt málið á byrjunarreit.  Eigum við ekki bara að vona að þeir geri það ?


jæja ?

Hversu lengi ætlar Samfylkingin að sitja í ríkisstjórn með þessu liði ?
mbl.is Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla ekki að hætta að blogga hér þrátt fyrir Davíð Oddsson

Ég mun blogga hér af og til og þegar andinn kemur yfir mig. Tilkoma Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins mun ekki breyta þar nokkru um.

Þessi bloggsíða mín hefur aldrei lotið ritstjórnarvaldi Morgunblaðsins og ég hef getað gagnrýnt blaðið hér þegar mér hefur þótt ástæða til.   Það er aldrei mikilvægara en einmitt núna að halda úti bloggi sem sýnir blaðinu aðhald og gagnrýnir á uppbyggilegan hátt þegar það á við.

Mér þykir þeir sem láta Davíð Oddsson hrekja sig af blogginu hér gera honum óþarflega hátt undir höfði.  Það verður sjónarsviptir af ýmsum sem hafa boðað brottför sína eða eru þegar farnir en það gerir bara ríkari kröfur til okkar sem eftir standa.

Ég vonast til að enn verði pláss fyrir andstæð sjónarmið og skoðanaskipti á þessum vettvangi og í trausti þess mun ég halda áfram að skrifa bloggfærslur.


Hvað gerir svo forsetinn ?

Ef Steingrímur hoppar nú uppí til Breta og Hollendinga og samþykkir einhverja hálfvelgju og vafasama viðurkenningu á fyrirvörunum í hvaða ljósi á þá að skoða krotið hjá forsetanum á lögin þegar hann samþykkti þau?
mbl.is Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG spillingarbæli ?

Smugan, málgagn VG, virðist vera ríkisrekin áróðursvél sem ekki er hægt að bera saman við neitt nema gömlu Isvestíu og Prövdu í Sovétríkinu sáluga.

Tveir úr ritstjórn vefsins eru á launaskrá hjá skattgreiðendum

Björg Eva ritstjóri fær laun frá Alþingi en samkvæmt vef Alþingis hefur þingflokkur VG tvo starfsmenn á meðan aðrir þingflokkar hafa einn.

Annar ritstjóri vefsins, Elías Jón Guðjónsson,  er jafnframt starfsmaður í fjármálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Steingríms J Sigfússonar sem skartar þar þremur aðstoðarmönnum.


Fyrirsláttur

Ég tel nú að þessar athugasemdir Sambandsins séu meira og minni fyrirsláttur og tilraun til að standa vörð um núverandi kerfi og standa í vegi breytinga.   Ég tel að ef veita á eitthvert val um það hvort listar séu raðaðir eða óðraðaðir eigi það að vera val flokkana en ekki að til þess þurfi aukin meirihluta í sveitarstjórn. 

Með því hafa sitjandi valdaflokkar ákvörðunarvald um fyrirkomulag kosninga en ný framboð sem vildu bjóða fram hafa ekkert um málið að segja.  Það er því eðlilegt að flokkarnir fái sjálfir að ákveða form listans ef menn eru ekki tilbúnir til að ganga alla leið í þessari umferð.

Þá kemur í ljós hvaða flokkar meina eitthvað með hugmyndum um nýtt Ísland og aukið vægi kjósenda.


mbl.is Ríkið greiði viðbótarkostnað vegna persónukjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru bara "dropout" í íslenskri blaðamannastétt ?

Ég velti þessari spurningu fyrir mér eftir að hafa setið fyrirlestur sem Olli Rehn stækkunarstjóri ESB hélt í Háskóla Íslands síðast liðinn miðvikudag.  Fréttaflutningur af fyrirlestrinum hefur verið afskaplega takmarkaður og það sem ég hef séð af fréttum hefur snúist um aukaatriði.

Allt bendir til þess að fréttamennirnir hafi fengið útskrift af fyrirlestrinum og hlustað síðan á spurningarnar og svörum sem á eftir fylgdu með bæði lokuð eyru og augu.

Ég verð allavega að segja það að þrjár fréttir stóðu upp úr af þessum fundir, fréttir sem fjölmiðlar hafa nánast ekki gert nokkur skil.   Reyndar datt mér um stund í hug að ég hefði sofnað og dreymt fyrirlesturinn þar sem fréttamenn höfðu greinilega ekki heyrt það sem ég heyrði.

Nú hef ég notað undanfarna tvo daga til að bera saman bækur mínar við aðra sem hlýddu á fyrirlesturinn og þeirra upplifun var sú sama og mín.

Frétt númer eitt sem hefði að mínu mati átt að vera fyrirsögn og umræðuefni fjölmiðla í einn eða tvo daga.  

Fyrir liggur nánast kláraður efnahagspakki af hálfu ESB til stuðnings Íslandi.  Þessi pakki er niðurstaða viðræðna íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjóra fjármála og gjaldeyrismála hjá ESB.  Niðurstaða þessara viðræðna er umtalsverðar "makro ökonómiskar tilfærslur" frá ESB til Ísland, sem hellst má bera saman við efnahagslegan stuðning ESB við Serbíu.

Frétt númer tvö sem fréttamennirnir misstu af þegar þeir sváfu er: 

ESB hefur undir höndum skjöl sem sýna fram á að íslenskar eftirlitsstofnanir beinlínis hvöttu bankana til að fara á svig við reglugerð um innistæðutryggingar.  En það er sú reglugerð sem allt IceSave málið byggir á.   Fréttamenn hafa engan áhuga á þessu, hafa ekki hirt um að velta því fyrir sér hvaðan þessi skjöl eru komin eða hvernig þau bárust ESB.  Þetta eru allavega spurningar sem ég velti fyrir mér og hef mínar tilgátur um.

Frétt númer þrjú sem fréttamennirnir heyrðu ekki er:

ESB bíður eftir niðurstöðu íslenskra rannsóknaraðila á hruninu en þegar skýrslur liggja fyrir mun sambandið setja af stað eigin rannsókn m.a til að vega og meta íslensku skýrslurnar og það hvort viðbrögð íslenskra stjórnvalda séu sannfærandi og í takt við alvarleika málsins. 

Það hvort skýrslan er birt á vefnum eða ekki, eða hvort hún er á íslensku eða ekki, eru fréttir sem hægt hefði verið að segja frá á þriðja eða fjórða degi í umfjöllun.  En þetta virðast einu fréttirnar sem blaðamenn sem voru á staðnum sáu. 

Er það samsæri eða vanhæfi sem veldur þessu?

Af fenginni reynslu ætla ég að fullyrða að þetta er vanhæfi.

 


Svaf blaðamaðurinn ?

Ég sat umræddan fyrirlestur og það var ýmislegt sem var miklu fréttnæmara en þessi yfirlýsng frá Olli Rehn.  Ég velti því fyrir mér hvort fréttamat blaðamanna á Íslandi sé svona brenglað eða hvort að þeir fylgist yfir höfuð ekkert með.

Hvað með fréttir um að Evrópusambandið vissi um dæmi þess að íslenskar eftirlitsstofnanir hefðu beinlínis hvatt til þess að reglugerð um innistæðutryggingar væri brotin?

Hvað með fréttir um yfirstandandi viðræður Evrópusambandsins og ríkisstjórnarinnar um aðkomu sambandsins að endurreisn efnahagslífsins?

Bara til að nefna dæmi.


mbl.is Vill birta spurningalistana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlýtur að vera mjög gott að búa á Djúpavogi

Fyrst að þeir eiga afgang í sveitarsjóði til að fara í áhættufjárfestingu af þessu tagi.


mbl.is Djúpavogshreppur í vatnsútflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband