Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

skitprat

Þetta var svarið sem ég fékk frá finnsku bændasamtökunum þegar ég kannaði sannleiksgildi fullyrðinga sem hafðar eru eftir forystumönnum bænda eftir ferð þeirra til Finnlands í vetur.

Bændaforystan virðist láta sannleikan lönd og leið þegar þeir reyna að fegra skoðanir sínar á aðild að ESB.  

Svarið sem ég fékk frá Finnlandi var "Skitprat - vi stöder Islands medlemskap så mycket som vi kan"

Og svo var bætt við, við styðjum ykkur þrátt fyrir að yfirlýsingar sem gefnar voru við heimkomuna frá Finnalandi sem voru í engu samræmi við sannleikann.


Krónur og aurar

Undanfarið hafa komið upp mörg dæmi sem sýna að þjóðin ætlar sér ekki að læra neitt af hruninu.  Menn halda áfram að bera það á borð að engar reglur hafi verið brotnar og neita að setja siðferðislegan mælistokk á gjörðir manna.  

Umræðan um aðild að ESB endurspeglar það viðhorf ráðamanna og stórs hluta þjóðarinnar að það sé fullkomlega eðlilegt að mæla allar gjörðir manna út frá krónum og aurum.  Sjálfstæðisflokkurinn fullyrðir að aðild að ESB snúist bara um ískalt hagsmunamat, bara um krónur og aura.  

Það er dæmi um siðblindu á hæsta stigi að horfa framhjá allri hugmyndafræði, framtíðarsýn, skipulagi, markmiðum, samvinnu og lýðræði og horfa bara á krónur og aura.  það er þessi árátta Íslendinga að nota bara einn mælikvarða á allt samfélagið "Krónur og aura" (eða á ég að segja jeppa og snjósleða) sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í dag.

Það er ábyrgðarhluti að stýra umræðunni um ESB í það far að allt snúist um annaðhvort krónuna eða evruna.  Aðild að ESB er svo miklu meira en það.  Hagsmunaðilar t.d. bændasamtökin eru ekki að miðla upplýsingum til sinna umbjóðenda um kosti og galla aðildar.  Þar hafa nokkrir menn tekið sér alræðisvald og gera umbjóðendum sínum engan möguleika til að leggja sjálfstætt mat á aðild.  Forystumenn bænda hafa reiknað aðildina út í krónum og aurum án þess að hafa neitt í höndunum til þess og komist að fyrirfram gefinni niðurstöðu og predika hana sem hinn eina stóra sannleik.

Hvað sem líður aðild að ESB eða ekki er alveg ljóst að mótun Íslensks samfélags mun að miklu leiti fara fram á Evrópuþinginu næstu árin og áratugina.  Við verðum að taka upp sífellt meira af löggjöf ESB til að viðhalda aðgangi okkar að innri markaðnum. 

Það er hrein uppgjöf gagnvart kjósendum ef við Íslendingar ætlum ekki að sækjast eftir því að taka þátt í að móta framtíðina og sætta okkur við að fá lög og reglur áfram send í tölvupósti.  Það ber ekki vott um mikinn metnað stjórnmálamanna fyrir hönd þjóðarinnar ef þeir sætta sig við að lög og reglur séu þýddar og túlkaðar af embættismönnum og að hlutverk Alþingis sé að stimpla og afgreiða.

 


Með allt á hreinu ?

Hvernig stendur á því að þeirri réttaróvissu sem misvísandi dómar héraðsdóms hafa skapað varðandi gengistryggða bílasamninga er ekki eytt.  Hversvegna taka stjórnvöld og Alþingi ekki á málinu?  Nú síðast í dag var lögmaðurinn sem rekur öll þessi dæmalausu mál gerður afturreka af Hæstarétti vegna þess að það stendur ekki steinn yfir steini í máflutningi hans. Dóminn má sjá hérna

Þjóðin bíður niðurstöðu og lögmaðurinn fær að teygja lopann endalaust.  Hvers vegna ?   Er það vegna þess að hann er eiginmaður ráðherra í ríkisstjórn ? 

Nú gagnrýnir VG að bankarnir hafi verið seldir glæpamönnum.  Kaupendur bankanna frömdu glæpinn eftir að þeir eignuðust bankanna og það er viðurkennd staðreynd að það er erfitt að spá um framtíðina. 

Fjármálaráðherra og formaður VG hefur nú skipað nefnd um endurskoðun skattkerfilsins, í ljósi yfirlýsinga Steingríms J þarf hann að svara því hvort allir nefndarmenn hafi nú hreina samvisku.

Það má kannski segja að afsökun fjármálaráðherra sé að forsætisráðherra vandar ekki valið á þeim sem hún tilnefnir.  En ég átti svo sem ekki von á því frá Jóhönnu Sigðurðardóttur að hún vandaði sig núna frekar en fyrri daginn.

Þetta er nefndinog í því ljósi er fróðlegt að lesa þennan úrskurð

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband