Marklaus yfirlýsing

Það loðir við ríkistjórnir þar sem Samfylkingin situr að ekki þurfi að fara að lögum.  Ráðherrar geta ekki gefið yfirlýsingar með þessum hætti án þess að því fylgi lagasetning.  Það er ekki hægt að skuldbinda ríkissjóð með yfirlýsingum einum saman.
mbl.is Innistæður tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna ? Hvað er ekki sagt ?

Steingrímur þarf að svara fyrir það hvers vegna hann er tilbúin til að fórna rétti Íslands til að láta á málið reyna fyrir dómsstólum.   Hvers vegna vilja Bretar og Hollendingar alls ekki að það sé inni í samningum sjálfvirkt uppsagnarákvæði sem kalli á nýjar viðræður ef í ljós kemur að rétturinn liggur að hluta eða öllu leiti okkar megin?

Þetta er klárt afsal af rétti okkar íslendinga, afsal sem ég trúi ekki að forsetinn sætti sig við, og skil ekki hversvegna Steingrímur sættir sig við það.

Það er eitthvað ósagt sem þjóðin þarf að fá að heyra.


mbl.is Hagstæðustu kjör sem fást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög eru lög

Það eru lög í landinu sem segja að fari menn á hausinn með fyrirtæki þá eigi þeir ekki að koma nálgægt fyrirtækjarekstri í ákveðinn árafjölda á eftir.  Þessir feðgar hafa sett fleiri fyrirtæki í þrot og eiga ekkert inni hjá þjóðinni.   Þeir eiga ekki skilið nokkra sérmeðhöndlun.   Hagar eru einokunarhringur sem nauðsynlegt er að brjóta upp. 
mbl.is Munu ekki þurfa að afskrifa neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar sem syndlaus er......

Nú hefur Samfylkingin í Reykjavík slegið tóninn í komandi kosningabaráttu.  Hún mun ekki snúast um málefni eða hag Reykvíkinga heldur hefðbundið skítkast sem tröllriðið hefur íslenskum stjórnmálum frá stofnum Samfylkingarinnar.

Nú er tekin til seta Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins í skipulagsráði og hún gerð tortryggilega og spunameistararnir tala um háa þóknun fyrir fundarsetu.   Þolir Samfylkingin skoðun og samanburð?  Stendur ekki einhverstaðar að sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum?

Dagur B. Eggertsson sigur sem fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Faxaflóahafna sf. og hefur hann
fengið 162.000 krónur fyrir hvern stjórnarfund sem hann hefur setið fyrir hönd Samfylkingarinnar á þessu ári. Þetta má lesa úr upplýsingum sem fengust frá Faxaflóahöfnum í morgun.

Greiddar eru 80.112 krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Faxaflóahafna. Dagur B. Eggertsson, sem nú gegnir sérverkefnum á vegum ríkisstjórnarinnar, hefur setið fimm fundi frá áramótum, en alls hafa verið haldnir ellefu.  Samanlögð upphæð er 809.112 krónur.
Sex sinnum hefur Björk Vilhelmsdóttir varamaður setið fund. Viðbótarkostnaður Faxaflóahafna að fá inn varamann er 10.140 fyrir hvern fund. 

Af sjálfsögðu verður að halda því til haga, að seta í stjórn Faxaflóahafna felur væntanlega meira í sér en að sitja stjórnarfundina.

Dagur B hlýtur í ljósi gagnrýni á Sigmund Davíð sem þó er ekki kjörinn borgarfulltrúi að hugsa sinn gang og hið minnsta biðjast afsökunar á frumhlaupinni.  Fer ekki fram á að hann íhugi afsögn þó vandlæting sumra bloggara í dag gefi fullt tilefni til.  En það er erfitt að gera sömu siðferðiskröfur til Samfylkingarinnar og annarra.

 


Sparnaður

Mætti ekki spara með því að hætta monti og leikaraskap eins og t.d. ferð Varðskips upp á Mýrar sl. sunnudag?
mbl.is Okkur veitir ekki af peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í grænum sjó

Mikið var ég feginn þegar ég las Moggann í morgun, fyrst skammar Davíð Framsóknarflokkinn í Staksteinum og síðan er grein eftir Kristján Þór, sem ég var sérstaklega ánægður með, þar sem hann hæðist að Framsóknarmönnum.

Háðið eru rök rökþrota manns  nú erum við að vera á réttri leið Framsóknarmenn.


Hverra hagsmuna gætir Jóhanna

Í frétt á abcnyheter.no kemur fram að Jóhanna telur Íslendinga ekki hafa nokkra þörf á lánalínu á hagstæðari kjörum en okkur eru boðin í dag.  Bara algjör óþarfi að vera að leita eitthvað að betri kjörum.

 Í fréttinni er orðétt "

Og til ABC Nyheter skriver statsminister Sigurdadottir rett ut at Island slett ikke trenger noe slikt lån:

- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss.

Er ekki komin tími til að forsætisráðherrann fari á Bessastaði og biðjist lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti þannig að hægt sé að fólk að landsstjórninni sem er annt um hag lands og þjóðar?


Starfhæf og sterk ?

Það verður seint sagt um núverandi stjórn að hún sé starfhæf og sterk.  Allt sumarið fór í eitt mál, mál sem ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á.  Það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um IceSave samninginn, hann er afkvæmi þessarar ríkisstjórnar og þar ber Steingrímur mesta ábyrgð.

Það er ljóst að Bretar og Hollendingar samþykkja ekki fyrirvara Alþingis.  Ríkisstjórnir Hollands og Bretlands verða að leggja fram trúverðugan samning fyrir sín þjóðþing og geta ekki fallist á neina afslætti.  Þetta er ástæða þeirrar pattstöðu sem málið er í og því fyrr sem stjórnin viðurkennir að hún kemst ekki áfram með þetta mál, því fyrr verður hægt að snúa sér að öðrum málum.

Við þurfum ríkisstjórn sem getur unnið að fleiri en einu máli í einu.   Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og það er fullreynt með þá sem nú situr.  Því fyrr sem hún fer frá því betra.


mbl.is Hefur trú á að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til fjölmiðlamanna

Er ekki einhver fjölmiðlamaður til í að rannsaka fullyrðingar Árna Páls Árnasonar í Kastljósi í kvöld um að hann hafi margoft óskað eftir lánum frá Noregi.  Opinber erindi eru ekki flutt munnlega heldur skriflega svo að það hljóta að finnast skjöl bæði á Íslandi og í Noregi sem staðfesta frásögn ráðherrans og viðbrögð Norðmanna.

Kallið nú eftir þessum upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu, Forsætisráðuneytinu og Fjármálaráðuneytinu og jafnframt frá sömu ráðuneytum í Noregi og fáum sannleikan upp á borðið. 


Verður Icesave samningum sagt upp á morgun ?

Í samningnum er að finna eftirfarandi ákvæði:

Ef ekki hefur verið gengið frá þeim aðgerðum, sem um getur í mgr. 3.1, fyrir lok sumarþings 2009 er lánveitanda heimilt að rifta þessum samningi með því að senda Tryggingarsjóði innstæðueigenda tilkynningu um það og afrit til íslenska ríkisins.

Bretum og Hollendingum er því í lófa lagið að segja samningnum upp á morgun og færa allt málið á byrjunarreit.  Eigum við ekki bara að vona að þeir geri það ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband