Tapsári Gunnar

Gunnar Ingi Birgisson hefur verið í fréttum í vikunni vegna ásakanna frá honum um að leikreglum hafi ekki verið fylgt í prófkjöri Sjálfsstæðisflokksins í Kópavogi.  Nú er komið í ljós að dætur hans, tengdasynir og vildarvinurinn Halldór Jónsson verkfræðingur eru gengi í Framsóknarflokkinn.

Ekki er það vegna þess að Gunnar ætlar í framboð í prófkjöri Framsóknarflokksins þar sem sú lest er farin og framboðsfrestur er liðinn.   Ómar Stefánsson ræðir þessa nýliðun í flokknum í bloggi sínu í dag og ber þar upp á Einar Kristján Jónsson að hann sé að smala vinum Gunnars inn í flokkinn til að styðja sig í prófkjöri.

Þarna er fjölskylda Gunnars fallin í sama pyttinn og hann gagnrýnir aðra fyrir.  Er það ekki svolítið að kasta steinum úr glerhúsi? 

En ég  spyr þá:  Hvað fær Gunnar fyrir greiðann ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Valdi. 

Hafa þau ekki eftir ófarir Gunnars áttað sig á því að þau væru í hjarta sínu Framsóknarmenn og í röngum flokki og ákveðið að flytja sig af óðalinu yfir á hjáleiguna?

Þegar menn ætla öðrum allt hið versta án rökstuðnings eru þeir einungis að afhjúpa sinn eigin hugsunarhátt.

Hvað var nú aftur sagt um glataða soninn sem snéri heim? Var honum vísað á dyr?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.2.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband