Nefnd !!!!!

Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við nefndarstarf varðandi gjaldtöku af bifreiðum í allan vetur,  eru þessari nefnd ekki sett nein tímamörk?  Ef ekki er þá ekki ástæða til þess að hraða því að hún ljúki störfum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin?  Eða á nefndin bara að vera skálkaskjól til þess að komast hjá því að gera eitthvað?   það eru undarlegir stjórnmálamenn sem sækjast eftir völdum og áhrifum en forðast svo eins og heitan eldinn að gera eitthvað.  Þetta heitir ákvörðunarfælni og hefur löngum loðað við Samfylkingu.
mbl.is Innantómur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eigum við ekki að afhenda Vörubílstjórafélaginu lyklana af Alþingi og senda þessa kjörnu fulltrúa okkar heim... ?

Jón Ingi Cæsarsson, 8.4.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Þá yrði eflaust eitthvað gert, annars er Alþingi ekki vandamálið þar hafa menn setið verkefnalausir í allan vetur og beðið eftir boðuðum frumvörpum ríkisstjórnarinnar.   Vandamálið liggur í ákvörðunarfælni ráðherra og það er það sem ég er að gagnrýna.   

G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eitthvað.... ?? það er eimitt það sem við þurfum...bara eitthvað..það hvarf með Framsókn...

Jón Ingi Cæsarsson, 8.4.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já er það,  á meðan framsókn var við stjórn var ríkissjóður ekki settur á athugunarlista hjá erlendum matsfyrirtækjum vegna aðgerðarleysis.  Aðgerðarleysis sem nú þegar hefur kostað ríkið, fyrirtækin og heimilin dýrt.  

G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband