Forsenda þess að beita megi peningastefnunni til þess að bregðast við samdrætti í efnahagslífinu er að verðbólga sé hófleg

Fyrirsögnin er tekin úr stefnuyfirlýsingu Seðlabankans í Peningamálum sem út komu í dag.  Þarna viðurkennir bankinn að hann sé ráðalaus í stöðunni.  Hann hækkar samt vexti enn og boðar enn frekari vaxtahækkanir.  Það er alveg ljóst að bankinn einn getur ekki ráðið við þann vanda sem við er að etja.  Enda er í stefnuyfirlýsingunni ákall til ríkisstjórnar um útgáfu  ríkistryggðra innstæðubréfa (e. certifi cates of deposits – CDs) sem erlendir aðilar hefðu greiðan aðgang að.

Erlendir aðilar hafa haft greiðan aðgang að íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs undanfarin misseri og við framsóknarmenn höfum lagt til að Íbúðalánasjóður komi bönkunum til bjargar.  Það eru þung skref fyrir íhaldið þar sem að með því væru þeir að viðurkenna að stefna þeirra í málefnum Íbúðalánasjóðs undanfarin ár er kolröng.   Frekar skal halda andlitinu en að breyta um stefnu.  Og það þrátt fyrir að Seðlabankinn spái 30% raun verðlækkun húsnæðis sem mun leiða til fjöldagjaldþrots margra heimila í landinu.  En Flokkurinn hann kemur fyrst svo kemur fólkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband