Hókus pókus

Nú hefur markaðurinn gefið síðustu tilraunum Geirs og Ingibjargar til efnahagsstjórnar einkunn. Falleinkunn.  Gengi krónunnar er komið á sama stað og það var áður enn tilkynnt var með miklum lúðrablæstri að gerður hefði verið gjaldeyrisskiptasamningur við seðlabanka Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs.  Hókus pókus aðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast frekar vera ætlaðar til að slá ryki í augu fólks og kaupa sér stundarvinsældir í skoðanakönnunum en að um sé að ræða tilburði til að takast á við ástandið og grípa til raunhæfra aðgerða.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs og bankanna er aftur á uppleið og vandséð hvernig þau rök standast að um snilldarbragð hafi verið að ræða hjá Geir að bíða með að gera eitthvað.   Það er augljóst að aðgerðir til að styrkja krónuna á markaði og koma í veg fyrir skaða eru ekki mögulegar í stöðunni.   Aftur á móti getur ríkisstjórnin auðveldlega haft áhrif ef hún vill.

Hávær minnihlutahópur umhverfisöfgamanna hefur tekið stjórnmálamenn Samfylkingar og Íhalds á taugum og stjórnmálamenn í þessum flokkum þora ekki að takast á við nauðsynlega atvinnuuppbygginu til að tryggja hér atvinnustig, hagvöxt og kaupmátt.    Ef ríkisstjórnin þorir ekki á hún auðvitað að sjá sóma sinn í því að fara frá.


mbl.is Krónan veikist um 1,80%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband