Fjármálaráðuneytið á villigötum

Til að efla trúverðugleika fjárlagarammans ætti að innleiða bindandi útgjaldaþak fyrir hvert ráðuneyti yfir heilt kjörtímabil að mati Viðskiptaráðs Íslands. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er þessu ósammála.

 Ég verð að vera sammála ráðherranum að þetta sé ekki leiðin að fara, en ég til jafnframt að núverandi fyrirkomulag sé óviðunandi.   Rétt væri að við leituðum í smiðju nágrannaþjóða um það hvernig eftirlit með framkvæmd fjárlaga fer fram.

Ríkisendurskoðun ætti að fá mun viðtækara hlutverk og vera verkfæri fjárlaganefndar og heyra undir hana.  Þegar fjárlög eru afgreidd er lagt inn á þar til gerða reikninga það fármagn sem er til ráðstöfunar fyrir hverja stofnun og hvern útgjaldalið.  Þegar féð er uppurið er það búið og verður ekki aukið öðruvísi en að sækja það með aukafjárveitingu eða fjáraukalögum.   Þetta eftirlit á að vera í höndum fjárveitingarvaldsins, löggjafans en ekki framkvæmdavaldsins.  

Það hefur sýnt sig að fjármálaráðuneytinu, sérstaklega undir stjórn núverandi fjármálaráðherra er ekki treystandi til að fara að fjárlögum.  Um það er Grímseyjarferjan talandi dæmi.


mbl.is Setja á útgjaldaþak á ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

En svona er þetta þegar að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið er eitt og sama...

Svo er skínandi dæmi um hroka og veruleikafirringu ráðherrans að segja að það nægi að kjósendur séu óánægðir...

Ekki er hann að reyna að halda því fram að hann virkilega hlusti á kjósendur ?

Áddni, 4.9.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

En þá þarf líka að gæta þess að stofnanirnar geri raunhæfar áætlanir og eigi að hafa möguleika á að reka sig á þeim fjármunum sem fáanlegir eru. Það má ekki gerast áfram að ráðuneyti og stofnanir vaði áfram og spreði til vinstri og hægri eins og þeim sýnist. Hvað skyldi menntamálaráðherra t.d. skera niður til að jafna seinni kínaförina sína, eða umhverfisráðherra, hvaða útgjaldaliðir koma uppí ferð hennar til að sjá ísbjörn skotinn. Rándýra ferð með fríðu föruneyti á helgidagavinnu? 

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 4.9.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband