Efnahagsráðgjafinn ??????????

Tryggvi Þór Herbertsson fer mikinn við að verja stefnu eða stefnuleysi forsætisráðherra í peningamálum.  Rök efnahagsráðgjafans fyrir því að ekki skipti máli hvort hér sé króna eða evra eru þau að það sé sama hvort hitinn sé mældur á celcius eða fareinheit það sé alltaf jafn kalt eða heitt úti.

Þessi myndlíking veldur mér nokkrum áhyggjum,  annaðhvort er hagfræðingurinn að spila með fjölmiðla og þjóðina og ætti þá að vera titlaður spunameistari en ekki efnahagsráðgjafi, eða þá að hann kann ekkert í hagfræði.  Hann verður að svara fyrir sig.

Ef að evra og króna væru sambærilegar myntir með sambærilegan bakhjarl og trúverðugleika mætti kannski til sannsvegar færa að þessi myndlíking ætti við.    Það er bara ekki hægt að bera saman krónu og evru og fyrir því allnokkrar ástæður, ástæður sem eru undirrót þeirrar umræðu sem er í gangi og ætti ekki að þurfa að eyða orðum að til að upplýsta meintan efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar um.

Bakhjarl krónunnar er Seðlabanki Íslands og um það er ekki deilt á milli hagfræðinga að hann er veikur bakhjarl sem m.a. hefur leitað aðstoðar seðlabanka í Evrópu til að geta valdið hlutverki sínu.  Ríkisstjórnin viðurkenndi þetta þegar hún á Alþingi óskaði eftir heimild til að taka lán til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.   Nú hafa verið færð röf fyrir því að það þurfi 1300 milljarða í fjandeyrisvarasjóð til að hann nái tilætluðum áhrifum með kostnaði fyrir þjóðarbúið upp á 15-25 milljarða á ári.

Á Íslandi, þar sem krónan er myntin, er verðtrygging á nánast öllum langtímaskuldbindingum sem gerir alla peningastjórn mun erfiðari með krónu en með evru þar sem stýrivextir Seðlabanka hafa mun fyrr áhrif í hagkerfinu en hér.   Þarf af leiðir þarf ekki að grípa til jafn róttækra og harkalegra aðgerða við hagstjórn og raunin er hér á Íslandi.

Stór hluti skulda atvinnulífsins, og reyndar einstaklinga í dag, eru í erlendum lánum á vöxtum sem Seðlabanki Íslands hefur ekkert um að segja og þess vegna aldeilis ófær um að hafa þar áhrif til að draga úr þenslu eða til að hjálpa hjólum atvinnulífsins af stað.

Hér eru bara nefnd örfá dæmi um það hversvegna ekki er hægt að notast við myndlíkingu "efnahagsráðgjafans" nema þá til að slá ryki í augun á saklausum fjölmiðlamönnum og þjóðinni.

Ég held að "efnahagsráðgjafinn" viti þetta allt saman en hann er húsbóndahollur og geltir eins og húsbóndinn vill, endar borgar hann launin.  Hann er bara um leið að leggja eigin orðstír undir og hann verður lítils virði ef hann ætlar að beita svona bellibrögðum til að komast hjá því að svara á málefnalegan hátt og benda á leiðir út úr þeim vandamálum sem að steðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Tryggvi er með Ph.D í hagfræði og hokinn reynslu í svona málum. Hvor heldur þú að sé meira hæfur í að skilja heildarmyndina sem nú er að birtast okkur, þú eða hann?

CV Tryggva

Sigurjón Sveinsson, 17.9.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Í eina tíð trúðu menn öllu sem stóð í Mogganum, það er liðin tíð.   Próf í hagfræði og langt og mikið CV duga ekki ein og sér til þess að menn segi alltaf satt og rétt frá.  Vonandi gerir þú þér grein fyrir því Sigurjón.

Ég verð bara að hafa mínar efasemdir.   Tryggvi gerir engan fyrirvara í sinni myndlíkingu og það sér hvert mannsbarn að hann er að bara saman epli og appelsínur.  Nema að hann geri grein fyrir því hvernig horfa megi framhjá þeim atriðum sem ég nefni: Ótrúverðugum seðlabanka, verðtryggingu og háu hlutfalli erlendra lána.  

Hagfræðipróf og CV segja ekkert ein og sér, menn þurfa líka að kunna að nota það sem guð gaf þeim.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.9.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband