"sló á frest umræðu um aðild að Evrópusambandinu"

Þingkona Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi slegið á frest umræðu um aðild að Evrópusambandinu.   Samfylking situr nú í ríkisstjórn með VG og þessum sömu umræðum er enn slegið á frest.   Stólarnir teknir fram fyrir hagsmuni almennings.

Boðað kosningabandalag Samfylkingar og VG mun enn slá þessum sömu viðræðum á frest og setja málið í uppnám.   Í desember sl. munaði formanni Samfylkingar ekkert um að lýsa því yfir að ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki aðildarviðræður við ESB fyrir janúarlok væri stjórnarsamstarfinu sjálfhætt.  

Núna eru stólarnir mikilvægari en aðildarviðræðurnar.  Nú má stefna að 4 ára samstarfi við VG án viðræðna við ESB vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að þannig eigi stefna flokksins að vera þessar vikurnar.  Vinsældakapphlaupið er ástundað af sama kappi og áður og stefnan komin ofan í skúffur og verður ekki dregin fram aftur fyrr en skoðanakannanir segja að nú eigi að stefna að aðild. 

Forysta Samfylkingarinnar ætlar að sitja sem fastast án þess að taka á sig nokkra ábyrgð, það eru alltaf einhverjir aðrir sem eiga að sæta ábyrgð.  Ekki þeir.  Stólarnir skipta svo miklu máli að þjóðin og hennar vilji er aukaatriði. 

Er þessu fólki sem myndar kosningabandalagið Samfylkingu treystandi ?


mbl.is Mörður: Ég átti að fylgjast betur með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þinn eigin formaður hefur sagt að hann telji ekki tímabært að ræða hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið fyrr en efnahagsmálum þjóðarinnar hefur verið komið í lag. Ekki sé hægt að íhuga inngöngu í sambandið á meðan við stöndum höllum fæti. Nokkuð sem auðvitað er mjög skynsöm stefna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

En það má alltaf ræða málin og það hefur verið gert og verður vafalítið gert áfram.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 15:26

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og btw, svona til gamans að lokum þá mætti benda þér á að ég tók upp hanskann fyrir Framsókn í síðustu færslu á blogginu mínu :)

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/818652/

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband