Uppgjöf Samfylkingar...

Það er nánast hægt að fullyrða að þessi lausn þýðir að ekki verði sótt um aðild að ESB á næsta kjörtímabili.   Þó svo að Framsóknarmenn hafi samþykkt að standa að aðild að ESB kæmust þeir í þá aðstöðu jafngildir það ekki að þeir séu tilbúnir að veita opið umboð til flokks eins og Samfylkingarinnar til að leiða málið til lykta.   

Viðbrögð Samfylkingarinnar við samþykkt Framsóknarflokksins í vetur voru á þann veg að það er ekki hægt að treysta þeim til að ná þeim samningsmarkmiðum fram sem flokkurinn setti sér.

Það væri því mikill ábyrgðarhluti að veita Samfylkingunni umboð til að ganga frá aðildarsamningi.

Þetta er hrein uppgjöf hjá Jóhönnu ef satt er.


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sú mikla umræða sem orðið hefur um aðildarumsókn að EB má að sönnu nefnast eitt herjans mikið moldviðri. Sú blessun sem af hugsanlegri aðild kynni að leiða, er ekki í hendi á morgun eða á næsta ári.

Fólk er að missa vinnuna og í framhaldi af því, ofan af sér húsnæðið. Hvernig í dauðanum ætla menn að rökstyðja það að innganga Íslands í Evrópusambandið eftir tvö til fimm ár muni gagnast þessu fólki? Verður það ekki komið til Kanada eða Ástralíu áður en til þess kemur?

Flosi Kristjánsson, 5.5.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sjáum til. Kannski fær Framsókn og Borgarahreyfing eitthvað fyrir snúð sinn.

Héðinn Björnsson, 5.5.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Framsóknarmenn geta eðli málsins samkvæmt ekki stutt svona nokkuð nema skilyrði þeira verði lögð til grundvallar. Og til þess yrðu þeir í raun að vera aðilar að ríkisstjórn til þess að tryggja að svo yrði. Ekki hafa þeir beint góða reynslu af því að styðja vinstriflokkana án þess að hafa neina tryggingu fyrir neinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Nei Hjörtur þar er ég sammála þér.  Vinstri flokkarnir hunsuðu og sviku allar forsendur fyrir myndun minnihlutastjórnarinnar nema kjördaginn, en þeir reyndu leynt og ljóst að svíkja hann líka.

Nú sýndu þeir í sjávarútvegsmálunum að þeim er ekki treystandi, boðuð stefnubreyting sem svo er dregin til baka.  Ekki það að það er alltaf gott að menn sjái ljósið, en allir þeir sem voru með opin augun fyrir kosningar voru búnir að sjá að það var algert glapræði að fara að eiga við fiskveiðistjórnarkerfið núna.

Þetta eru ýðskrumarar upp til hópa.

G. Valdimar Valdemarsson, 6.5.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband