Athyglisvert.. hvernig væri nú að blaðamenn reiknuðu svolítið.

Ef heildarskuldir Íslenskra aðila eru 3100 milljarðar um næstu áramót ætti að vera hægt að finna út með nokkurri nákvæmni hvað Seðlabankinn gerir ráð fyrir að erlendir aðilar afskrifi af skuldum gömlu bankanna.

Menn m.a. viðskiptaráðherra hafa talað um að gera megi ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs verði um 1000 milljarðar og þá eru eftir 2100 milljarðar.  Nú veit ég ekki hverjar erlendar skuldir sveitarfélaganna, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri aðila eru.  En ég geri ráð fyrir því að þær hlaupi einhverjum hundruðum milljarða.  Gefum okkur að þær séu 600 milljarðar þá eru skuldir annarra m.a. bankanna um 1500 milljarðar. 

Þær voru við hrunið ef ég man rétt 15000 milljarðar, hér er því um 90% afskrift að ræða en svo má ekki afskrifa kröfur á fólkið í landinu til að leiðrétta stöðu þess fyrir hruninu.

Þessar tölur mínar eru án ábyrgðar, en ég skora á töluglögga menn að setjast nú yfir þetta og reikna dæmið til enda.


mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Auðvitað má ekki afskrifa skuldir almennings, við þurfum að borga fyrir einkaþotur útrásavíkingana, snekkjur útrásavíkingana , einbýlishúsahallir útrásavíkinga, afskriftir kaupréttasamninga útrásavíkingana and the list goes on and on and on ... djöfull er ég brjálaður út í kerfið.

Sævar Einarsson, 7.5.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband