Hvar er heimavinna Samfylkinarinnar

Þessi tillaga og sú beinagrind að greinargerð sem henni fylgir er gagnslaust plagg nema þá sem allra fyrstu drög í samráð stjórnar og stjórnarandstöðu.   Það að áskila sér rétt til að vera á móti samningi sem samninganefnd ríkisstjórnarinnar fyrir Íslands hönd hefur undirritað er bara þvæla.

Ef ríkisstjórninni er alvara með að sækja um aðild að ESB verður að vanda til verka og leita eftir víðtækri samstöðu þeirra sem eru tilbúnir að láta reyna á aðildarviðræður.  Össur er greinilega ólæs á ályktun flokksþings Framsóknarflokksins. Ég boðinn og búinn að hitta hann og fara yfir einstaka fyrirvara.  Hversvegna þeir eru settir,  hvernig ætla má að þeir verði uppfylltir og hvaða rök eru fyrir því að gera má ráð fyrir að þeir náist fram í aðildarviðræðum.

Aðild að ESB er svo stórt mál að ekki má kasta til þess höndunum og það er ekki til neins að leggja í þá vegferð nema að hugur fylgi máli.  ESB verður að vera það fullljóst að ekki verður undirritaður neinn aðildarsamningur sem ekki er fullnægjandi og líklegur til að hljóta samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Við fáum eitt tækifæri til að ræða við ESB í þessari umferð og þá er eins gott að vandað sé til verka.


mbl.is Tillaga að fyrstu aðildarskrefunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband