Hver er sjálfum sér næstur

Í fréttum í morgun hefur komið fram að líkur eru á því að ríkið eignist allt að helmings hlut í BYR sparisjóði.  Í þessum fréttum hefur komið fram að samkomulag hefur tekist við erlenda kröfuhafa um verulegar niðurfellingar af skuldum Sparisjóðsins.

Eftir því sem niðurfellingin er meiri verður eiginfjárstaða sparisjóðsins sterkari og jafnframt staða stofnfjáreigenda í BYR sparisjóði.  Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ráðstafanir ríkisstjórnarinnar virðast alltaf koma fjármagnseigendum til góða.

En kannski má í þessu samhengi rifja upp að félagsmálaráðherrann, sem telur ekkert í mannlegu valdi hægt að gera fyrir almenning í landinu, hann er stofnfjáreigandi í BYR. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband