Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Á ekki að ráðast að rót vandans !!!!

Hversvegna er verðbólgan?  Er það ekki vegna þess að gengið féll?  Er það ekki vegna þess að einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki búa við okurvexti?   Nú er ríkissjóður á athugunarlistum sakir aðgerðarleysis og áhugaleysis á efnahagsmálum.  Er ekki komin tími til að ráðast að orsökum vandans en ekki á verðbólguna sjálfa.  Þú læknar ekki hjartasjúkling bara með því að setja hann á lyf, það þarf  stundum aðgerð og alltaf breyttan lífsstíl með.   Það sama á við um verðbólguna.   Hvað þarf mörg rauð ljós og háværar aðvörunarbjöllur til að vekja þessa ríkisstjórn?
mbl.is Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur !!!!

Vonandi gerir Davíð Oddsson nú grein fyrir því hvað það er í samfélaginu eftir 18 mánuði sem réttlætir þessa hækkun.  Það voru rökin fyrir einu eða tveimur árum fyrir hækkun að hækkanir á stýrivöxtum séu lengi að bíta og áhrifin komi ekki fram fyrr en að 12 - 18 mánuðum liðnum.  Nú skuldar bankinn þjóðinni skýringar eða þá afsökun á rangfærslum sínum á umliðnum árum.
mbl.is Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjuholtið

Vonandi hafa menn fallið frá því að setja húsið niður í holtið við Kópavogskirkju.  Það getur verið nógu erfitt að finna þarna stæði þegar eitthvað er um að vera í Salnum og nú er safnaðarheimilið að bætast við.  Bílastæði fyrir óperuhús í viðbót við allt annað kallar á að malbika öll grænu svæðin í kring og það er frekar óskemmtilega tilhugsun.
mbl.is Engin tillaga um óperuhús uppfyllti markmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með að byrja á því að taka upp sameiginlega mynt

Er það ekki stærsta hindrunin í eðlilegum viðskiptum og samanburði milli Norðurlandana?  Þegar sagt er: " Lykilatriði sé að gera Norðurlönd að sameiginlegu markaðssvæði með sterka samkeppnisstöðu. " hljóta menn að byrja á byrjunin og tala um myntina.   Það liggur í augum uppi að einfaldast er að öll Norðurlöndin fylgi fordæmi Finna og taki upp Evru.  Þrjú landana eru þegar í ESB og sameinuð þar myndu Norðurlöndin mynda sterka stoð sem gæti haft umtalsverð áhrif á þróun mála í Evrópu allri.

 


mbl.is Vilja efna norrænt samstarf enn frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsýni?

Seðlabankinn hefur ítrekað sagt að við vaxtaákvörðun beri að horfa 18 mánuði fram í tíman, það sé sá tími sem það taki stýrivextina að virka.  Hvað er það í kortunum í dag sem bendir til þenslu í samfélaginu haustið 2009 sem réttlætir í dag stýrivaxtahækkun?    Greiningardeildir sem þessu spá og Seðlabankinn geta ekki vísað til verðbólguskotsins núna, það verður löngu horfið eftir 18 mánuði.
mbl.is Spáir vaxtahækkun á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að laumast inn í Evrópusambandið

Það hefur vakið undrun mína hvað lítið hefur verið rætt um þær hugmyndir landbúnaðarráðherra að innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins á Íslandi.  Hér á landi hafa verið í gildi strangar takmarkanir á innflutningi landbúnaðarvara og m.a. vísað til sóttvarna sem rök gegn auknu frelsi í innflutningi t.d. á hráu kjöti.

Nú bregður svo við að þessi rök virðast ekki eiga við lengur og þeim er öllum stungið undið stól.  Ekki veit ég hvað gerðist í Evrópu sem réttlætir þessa stefnubreytingu, ekkert hefur allavega gerst hér á landi eða er það?

Ég hef heyrt því fleygt að rökin fyrir stefnubreytingunni séu að Evrópusambandið setur öll matvæli undir sömu löggjöf hvort sem um er að ræða landbúnaðarvörur eða afurðir sjávarútvegsins.  Og að þarna vegi hagsmunir sjávarútvegsins þyngra en hagsmunir landbúnaðarins.   Það er fyrsta afurð sameinaðs ráðuneytis landbúnaðar og sjávarútvegs að fórna hagsmunum landbúnaðar fyrir hagsmuni sjávarútvegsins.  Látum það nú liggja á milli hluta, stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.

En hvar stöndum við gagnvart Evrópusambandinu þegar búið er að innleiða matvælalöggjöfina? Ísland er aðili að innri markaðnum í gegnum EES og hefur þess vegna innleitt allt að 80% af lögum og reglum Evrópusambandsins og það sem út af stendur eru fyrst og fremst landbúnaður og sjávarútvegur sem Evrópusambandið gerir engan greinarmun á.

Löggjöf Evrópusambandsins um landbúnað má skipta í þrennt, þ.e. matvælalöggjöfina, lög um tolla á landbúnaðarvörur og lög um styrki til landbúnaðar.   Nú hlýtur að liggja eitthvað að baki því þegar hagsmunum landbúnaðarins er fórnað á altari sjávarútvegsins og má ætla að það standi til að sækja um einfaldari aðgang að mörkuðum, minna eftirlit og niðurfellingu tolla.  

Það er því rökrétt að álykta að þegar þeim markmiðum er náð að þá séum við komnir inn í Evrópusambandið með íslenskan landbúnað og sjávarútveg að öðru leiti en því að við njótum ekki sömu styrkja og þeir sem við keppum við og við höfum ekki samið um yfirráð yfir fiskimiðunum.

Sjálfstæðisflokkurinn leiðir inngöngu Íslands í ESB bakdyramegin án þess að spyrja þjóðina álits.  Síðan þegar Flokknum hentar verður þjóðinni sagt að það sé svo lítið um að semja að það sé óþarfi að vera að spyrja hana álits og það verður bara gengið inn hægt og hljótt og enginn spurður.  Þannig kemst Flokkurinn hjá því að taka upp erfiða umræðu um Evrópusambandið.  Allir í Flokknum una glaðir við sitt.  Hagsmunir Flokksins eru jú meiri en hagsmunir þjóðarinnar og það má jú fórna minni hagsmunum fyrir meiri.

 


Svona einfalt var það

Hversvegna í ósköpunum komu þessar tölur ekki fram í upphafi.  Ég stend við gagnrýni mína áður á blogginu á leyndina.  Enda blasir við þegar spilin eru lögð á borðið að þetta var ekki bruðl, en hvað átti maður að halda á meðan farið var með þetta sem ríkisleyndarmál.   Það er augljóst að pressa okkar bloggara hefur orðið til þess að forsætisráðherra braut odd af oflæti sínu og birti tölurnar.

Til hamingju Geir, þér er ekki alls varnað.


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðillur forsætisráðherra

Eitthvað hefur Geir blessaður Haarde farið vitlaust fram úr í gær.   Hann lítillækkar allar íslenskar sjónvarpsstöðvar í viðtali við Stöð 2 og talar um það hvað það sé mikill munur að tala við alvöru sjónvarpsstöð þegar hann er í viðtali við BBC.  Síðan svarar hann fréttamanni vörubílstjórum með skætingi þegar hann er spurður út í mótmæli þeirra vegna mikillar hækkunar á olíu og bensíni.  Síðan er höfuðið bitið af skömminni á Alþingi í fyrirspurn frá Ögmundi Jónassyni þar sem hann svarar í engu þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar um kostnað við leigu á einkaþotu og kallar þá gaggandi hænur.   Forsætisráðherra hefur annaðhvort verið sérlega illa fyrir kallaður í gær eða þá að hann þolir bara ekki mótlæti. 

Nefnd !!!!!

Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við nefndarstarf varðandi gjaldtöku af bifreiðum í allan vetur,  eru þessari nefnd ekki sett nein tímamörk?  Ef ekki er þá ekki ástæða til þess að hraða því að hún ljúki störfum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin?  Eða á nefndin bara að vera skálkaskjól til þess að komast hjá því að gera eitthvað?   það eru undarlegir stjórnmálamenn sem sækjast eftir völdum og áhrifum en forðast svo eins og heitan eldinn að gera eitthvað.  Þetta heitir ákvörðunarfælni og hefur löngum loðað við Samfylkingu.
mbl.is Innantómur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir skammast sín

Annars hefðu spilin verið lögð á borðið.


mbl.is Lágkúra eða óhóf og bruðl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband