Vöndum nafngiftina..........

Það er sjálfsagt að ræða allar hugmyndir að nafni á þetta fell sem þarna er að myndast en munum að fellið verður þarna um aldur og því er mikilvægt að vanda sig.

Við erum með Heklu, Kötlu og Öskju sem nöfn á eldfjöllum kannski verðskuldar þetta fell ekki svo kraftmikið nafn sem þessi eldfjöll bera en mér finnst það fallegur siður fjöll heiti kjarnmiklum nöfnum.

Ég er með tvö nöfn sem ég legg í þeim stíl sem ég legg í púkkið.

Lauga - er kvenmannsnafn eins og Hekla og Katla og með tilvísun í Landmannalaugar. 

Steina - kvenmannsnafn eins og Hekla og Katla

 


mbl.is Fimmvörðufjall?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Fjallið fái nafn Þórðar Tómassonar!

Það er eitt nafn sem mér finnst að þetta fjall eigi að fá: Þórðarfjall!

Þetta fjall er á Fimmvörðuhálsi undir Eyjafjallajökli sem er bæjarfjall Eyfellinga. Þórður Tómasson frá Vallnatúnum býr í Skógum undir Eyjafjöllum. Í Skógum hefur Þórður byggt upp byggðasafn Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu.Stórmerkilegt safn minja, byggðanna og heimilda í riti á skjalasafninu sem er þar

Fimmvörðuhálsinn er tenging milli sýslanna sem Þórður hefur safnað heimildunum frá og safnað saman í Skógum.

Það væri því góð virðing að nefna þetta nýja fjall í höfuðið á Þórði Tómassyni: ÞÓRÐARFJALL!

http://nhelgason.blog.is/blog/nhelgason/entry/1034546/

Njörður Helgason, 25.3.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fjall er svolítil ofrausn, enn sem komið er amk, en Þórðarhöfði væri vel viðeigandi

Gestur Guðjónsson, 25.3.2010 kl. 15:13

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er ein varða í viðbót við hinar fimm. Væri ekki best að kalla hrygginn "Sjöttu vörðuna" í Fimmvörðuhálsi?

Guðmundur Jónsson, 25.3.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband