Manngildi ofar auðgildi

Nú hafa talsmenn auðhyggju frjálsa markaðarins talað og þeir kenna Íbúðalánasjóði  um hátt vaxtastig á Íslandi.   Þeir segja að það sé ekki hægt að stjórna eftirspurninni á meðan sjóðurinn láni fólki til kaupa á íbúðarhúsnæði á kjörum sem nálgast það að vera sambærileg við það sem gerist í öðrum löndum.   Þeir segja að samkeppni Íbúðarlánasjóðs og bankanna dragi úr hagvexti og vilja samkeppnina burt?    Þar hitti skratti ömmu sína.  Frjálsi markaðurinn og frjálshyggjan telur að samkeppnin á húsnæðismarkaði sé af hinu vonda.  Það má ekki keppa við auðmennina sem eiga bankana, þeir eiga að fá að skammta sér af vöxtum heimilanna eins og af vöxtum af öllum öðrum fjárfestingum hér á landi.   Framsóknarflokkurinn háði harða baráttu í ríkisstjórn til að standa vörð um Íbúðarlánasjóð, nú reynir á Samfylkingu, ef hún gefur tommu eftir í þessari baráttu er ljóst að áhyggjur þeirra sem héldu því fram að nú væri komin hægri frjálshyggjustjórn á Íslandi hafa verið á rökum reistar.   Ég skora á vinstri menn í Samfylkingu að láta markaðsöflin og frjálshyggjuna ekki verða ofan á, ef þetta vígi fellur hvað verður þá næst?  Einkavæðing Landsvirkjunar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband