Hraðakstur á mótorhjólum
13.6.2007 | 14:40
Enn berast fréttir af hraðakstri á mótorhjólum. Það er ljóst af fréttum að það er mjög einbeittur brotavilji hjá hópum mótorhjólafólks og ljóst það verður að grípa til róttækra ráðstafana til að vernda okkur hin í umferðinni fyrir þessu fólki.
Ég legg til að við fyrsta eða annað brot verði settur gervihnattasendir í hjól á svipaðan hátt og er í lögreglubílum þannig að hægt sé að fylgjast með ferðum og hraða þeirra sem brjóta gegn lögum um hámarkshraða. Eftir brotalausan feril t.d. í 3 eða 5 ár eftir eðli og þyngd brots má fjarlægja sendinn.
Þetta snýst ekki um persónufrelsi þeirra sem eiga hjólin heldur um öryggi okkar hinna og það verður að grera eitthvað róttækt til að stöðva þessa þróun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.