Fílabeinsturninn heitir Valhöll
27.3.2008 | 11:37
Nú hefur fjármálaráðherra sent umboðsmanni Alþingis svör vegna fullkomlega eðlilegra spurninga sem hann sendi ráðherranum vegna umdeildrar skipunar héraðsdómara. Nú bregður svo við að ráðherra kýs að gera umboðsmanni upp skoðanir í svarinu og gefa sér að hann hafi fyrirfram mótaðar skoðanir. Það er alvarlegur hlutur ef ráðherra treystir ekki stjórnsýslunni að ég tali nú ekki um umboðsmanni Alþingis sem starfar í umboði löggjafans. þessi sami ráðherra á aðild að því að fá ríkisendurskoðanda til að gera úttekt á umdeildum sölum eigna á Keflavíkurflugvelli, hann velur ríkisendurskoðanda til málsins þrátt fyrir að hann sé endurskoðandi Þróunarfélagsins sem selur eignirnar. Það er greinilega hafið yfir gagnrýni að áliti íhaldsins en það má gera umboðsmann tortryggilegan áður en hann kveður upp nokkurn úrskurð. Er ekki kominn tími til að ráðherrann fari að eðlilegri stjórnsýslu og Flokkurinn að lögum og reglum í landinu. Það er augljóst af gerðum íhaldsmanna undanfarið að þeir búa í fílabeinsturni og telja að lögin nái ekki yfir Flokkinn og gæðinga hans heldur séu bara gerð fyrir okkur hin að fara eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.