Pissað í skóinn

Það sýnir sig að stýrivaxtahækkun Seðlabankans gerir ekkert til að laga gengi krónunnar.  Hún réttir sig aðeins í einn og hálfan dag og sígur svo aftur niður sama far og hún fór lægst.  Eftir sitja heimilin og atvinnulífið með reikninginn af tilrauninni.   Þegar Seðlabankinn var að hækka stýrivesti hér fyrir svona þremur árum og var gagnrýndur fyrir voru rökin þau að það væri verið að horfa til lengri tíma. Stýrivextirnir færu ekki að bíta fyrr en eftir um það bil 18 mánuði og að Seðlabankinn verði alltaf að horfa fram á veginn og miða við efnahagsástandið eins það verði eftir eitt til eitt og hálft ár.   Síðan þegar vextirnir voru komnir í hæstu hæðir gleymdust þessi rök bankans og núna er bara horft til dagsins í dag, kannski viku fram í tímann og ekkert verið að velta fyrir sér eða taka með í reikninginn hvernig ástandið verður að sama tíma á ári eða síðar.

Röksemdir hagfræðingana og bankastjórana við Arnarhól eru ekki einu sinni tækar sem brandari, þær eru illskiljanlegar þeim sem fylgst hafa með þróun mála undanfarin ár og eru með lengra minni en meðal fréttamaður.   Bankinn skuldar þjóðinni mikið betri skýringar á peningamálastefnunni en hann hefur borið á borð hingað til, ekki að furða þó íslenskt hagkerfi njóti ekki trausts erlendis þegar það er ekkert samræmi í skýringum og ástæðum vaxtastefnunnar milli mánaða og ára.


mbl.is Krónan veikist um 1,57%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er þetta ekki vitnisburður um að þeir sem hafa eitthvað með efnahagslífið að gera eru búnir að flýja krónuna og vextina og því bíti Seðlabankinn ekki á þá. 

Gestur Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Hagbarður

Góð grein hjá þér. Peningamálastefnan hefur brugðist (bæði hvað varðar stjórnun og trúverðugleika). Stjórnun heildareftirspurnar með vaxtabreytingum þar sem notaðir eru a.m.k. þrjár myntir í hagkerfinu (króna, verðtryggð króna og allar erlendar myntir) getur ekki gengið. Undirmarkmiðinu um stöðugt gengi var fórnað og vextirnir keyrðir upp, sem gerðu krónuna "spekúlatíva". Stjórn peningamála er nú sem er í höndunum á sjóðstjórum vogunarsjóða  og ég óttast afleiðingarnar sem gætu orðið "bráðnun" íslensks efnahagslífs.

Hagbarður, 28.3.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband