1. apríl ?

Það er svolítið skrýtið að sitja hér á hóteli í henni Ameríku og lesa fréttir að heima á vefmiðlunum.  Hvað er satt og hvað er aprílgabb?   Ég var sannfærður þegar ég sá fréttir af einkaþotuflugi ráðherrana að þar væri um gabb að ræða en svo virðist nú ekki vera.   Ég sé líka að enn og aftur dettur Sjálfstæðisflokkurinn í þann gír að endurskrifa söguna og hagræða sannleikanum.  Mbl minnist ekki á einkaþotuflippið frekar en að það sé ekki til.  Forsætisráðherra segir að þetta sé hagkvæmara en að fljúga í áætlunarflugi og það þrátt fyrir að Visir.is sé búin að reikna út að verðmunurinn sé um 6 milljónir.   Rök Geirs eru að tími hans og Ingibjargar sé svo dýrmætur.  Gerum nú ráð fyrir að það taki þau 12 tíma að komast í áfangastað í áætlunarflugi en ekki 6 eins og með einkaþotunni.  Þá sparast um 12 tímar af þessum dýrmæta tíma og má þá gefa sér útfrá rökum forsætisráðherra að hann verðleggi sig og utanríkisráðherra á 500.000 krónur tímann.  Samt les maður um það að matsfyrirtæki úti í heimi eru að setja íslenska ríkið á athugunarlista vegna þess hvað þau tvö er framtakslaus og hugmyndasnauð í vinnunni.  Hvað væri nú tímakaupið ef þau gerðu eitthvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband