einfaldur útreikningur !!!

Ég get alveg fallist á það með forsætisráðherra að það getur verið hagkvæmara að flytja sendinefnd á afskekkta staði með leiguflugi en í áætlunarflugi.  En sem skattgreiðandi á ég rétt á að sjá þá útreikninga sem þarna liggja að baki.  Það eru eingin rök í málinu að leigjandi flugvélar vilji ekki að verð sé gefið upp.  Það er verið að fara með almannafé og almenningur á rétt á að vita hvernig með það er farið.   Ég skora á fjölmiðlamenn að fara fram á upplýsingar um heildarkostnað og kostnað við áætlunarflug sem hlýtur að hafa legið fyrir þegar ákvörðunin var tekin og birta almenningi.  Jafnframt beini ég því til þingmanna í fjárveitingarnefnd að þeir skoði ofan í kjölinn hvort þarna sé um bruðl að ræða.  Hvað greitt var fyrir flugvélina varðar ekki þjóðaröryggi og því að vera uppi á borðinu.
mbl.is Geir: Ekki þörf á endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband