Ég stend með vörubílstjórum
7.4.2008 | 13:32
Hvers eiga vörubílstjórar að gjalda? Aðal útgjaldaliður þeirra er dísel olía á bílana og hún hefur hækkað um 30% á undanförnum mánuðum. Vörubílstjórum er gert að gera tilboð í flest verk sem þeir taka að sér og ljóst að það er þeim mjög erfitt að taka á sig þessar hækkanir. Vörubílstjórar eru atvinnuvegur sem orðið hefur fyrir þungum búsifjum vegna þessara hækkana. Ef um væri að ræða nánast hvaða annan atvinnuveg hefðu stjórnvöld gripið til aðgerða. það er auðvelt að breyta lögum þannig að þeir sem falla undir tilkynningarskylda flutningsstarfssemi geti fengið hluta olíugjald endurgreiddan. þetta er t.d. gert með almenningsvagna. Fyrir Alþingi liggur frumvarp í svipaða veru fá Höskuldi Þórhallssyni. Leiðin er einföld, greið og hefur verið farin áður. Það má í þessu sambandi nefna að vörubílstjórum er gert að gera tilboð í flest verk unnin fyrir opinbera aðila, hversvegna ekki læknum? Þeir vinna bara eftir sinni gjaldskrá og taka sjúklinga í gíslingu ef það verða kostnaðarhækkanir og pína þá þar til stjórnmálamenn gefast upp. Held að það að taka nokkra vegfarendur í gíslingu í örfáar mínútur á hverjum degi sé mun mildari aðgerð.
Hætta aðgerðum í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bíddu eru það ekki allir sem þurfa að þola þessar hækkanir. Matur að hækka um 20-30 prósent.
Einstæða móðirin var líka búin að gera ráð fyrir því að hún gæti fætt börnin sín eftir að vera búin að borga alla reikninga, þ.m.t. erlendu bílalánin og bensínið á bílinn sinn, sem hún notar til þess að skutlast með krakkana og keyra til og frá vinnu sinni hjá ríkinu.
Ekki hjálpar það henni neitt að vera á föstum taxta hjá ríkinu. Ekki getur hún hækkað tilboð sitt fyrir næsta verkefni í vinnunni sem nemur hækkunum á rekstri heimilisins.
Maður hefur ekki þurft að vera nein Völva til þess að sjá fyrir að eldsneytisverð mundi hækka, og því er það ekki klókt ef vörubílstjórar hafa verið að gera tilboð með löngum verktíma sem gerði ráð fyrir alveg óbreyttu olíuverði.
Vörubílstjórar ættu líka hæglega að geta sett inn fyrirvara um breytingar á olíuverði inn í tilboð sín, þannig að það kæmi til viðbótargreiðsla ef olían hækkaði um meira en einhverja ákveðna tölu á verktímanum.
Eða þá að kaupa olíuna sem þarf að nota í verkið fyrirfram á föstu verði.
Ég sé því ekki hvers vegna ríkið á að hlaupa til og hjálpa einhverjum bara af því þeir voru óklókir í tilboðsgerð.
Annars held ég að þetta snúist ekkert um þetta. Ég held að þeir tali um að mótmæla olíuverði til þess að geta sagt vera að mótmæla fyrir almenning.
Aðal krafan er hins vegar að fá að keyra þreyttir.
Ingólfur, 7.4.2008 kl. 15:42
Auðvitað hækkar allt, en vinnan er lifibrauð og margir þessara manna eru einyrkjar og hafa að litlu að hverfa ef þeir verða gerðir upp og missa atvinnutækin. Ég hef fulla samúð með öðrum sem þurfa líka að þola hækkanir og þar er enginn að tala um að greiða niður launalið vörubílstjóra. Þeir sitja aftur á móti uppi með sömu hækkanir á mat og öðrum nauðsynjum og ég og þú í viðbót við þessar kostnaðarhækkanir. Jafn einfalt og að 2 + 2 eru 4 bara ef maður hugsar aðeins út í hlutina áður en maður skrifar comment.
G. Valdimar Valdemarsson, 7.4.2008 kl. 15:52
Ef þú ert eitthvað viðkvæmur fyrir því að þér sé svarað að þá skaltu bara loka fyrir athugasemdir hjá þér.
Ég skil það alveg að það geti verið erfitt standa við tilboð þegar kostnaður hækkar svona mikið, en þessar hækkanir eru í fyrsta lagi ekki ríkinu að kenna og í öðru lagi að þá hafa þeir möguleika til þess að verja sig fyrir þeim.
Annars er ég ánægður með eitt hjá vörubílstjórum, það er að þeir virðast vera hættir að valda stórhættu með því að loka hálfri borginni frá sjúkrahúsunum.
Ingólfur, 7.4.2008 kl. 16:59
Ég er ekkert viðkvæmur og var kannski full hvass, biðst forláts á því. Ég held bara að það sé ekki viðtekin venja í þessum bransa að setja fyrirvara í tilboðin og hef heyrt af mikilli örvæntingu manna vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og er grafalvarleg fyrir einyrkja í svona starfi.
G. Valdimar Valdemarsson, 7.4.2008 kl. 17:02
Það er auðvitað ekki skemmtileg staða hjá þeim, en hún er í raun ekki neinum að kenna, nema kannski G. W. Bush.
Og þar sem mótmæli þeirra munu ekki breyta heiminum að þá held ég að það sé kominn tími til að taka upp þá venju að verja sig fyrir breytingum á eldsneytisverði.
Annað hvort með ákvæðum í tilboðunum eða með samningum við olíufélögin.
Ingólfur, 7.4.2008 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.