Geðillur forsætisráðherra
8.4.2008 | 12:04
Eitthvað hefur Geir blessaður Haarde farið vitlaust fram úr í gær. Hann lítillækkar allar íslenskar sjónvarpsstöðvar í viðtali við Stöð 2 og talar um það hvað það sé mikill munur að tala við alvöru sjónvarpsstöð þegar hann er í viðtali við BBC. Síðan svarar hann fréttamanni vörubílstjórum með skætingi þegar hann er spurður út í mótmæli þeirra vegna mikillar hækkunar á olíu og bensíni. Síðan er höfuðið bitið af skömminni á Alþingi í fyrirspurn frá Ögmundi Jónassyni þar sem hann svarar í engu þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar um kostnað við leigu á einkaþotu og kallar þá gaggandi hænur. Forsætisráðherra hefur annaðhvort verið sérlega illa fyrir kallaður í gær eða þá að hann þolir bara ekki mótlæti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.