Hér kemur athugasemd frá Andra Snæ Magnasyni við blogg Friðriks Þórs Guðmundssonar má til með að birta þetta dæmi um pólitískan rétttrúnað þar sem allir eru fífl sem ekki eru sammála predikaranum sem mokar inn gróða á áróðrinum:
Hvað fær Friðrik til að hlakka yfir óförum íslenskrar náttúru og kannski óförum þess málstaðar sem Ómar hefur lagt ævina í að byggja upp og upplýsa almenning um. Það er sorglegt að ,,rannsóknarblaðamaðurinn" snýr gagnrýna auganu að févana hópi áhugamanna og horfir gagnrýnislaust upp á að af c.a 20 háhitasvæðum á landinu stendur til að raska þeim næstum öllum á einum áratug fyrir tvö álfyrirtæki (sem verða bráðum eitt).
Helguvík virðist ætlað nánast öll jarðhitaorka kringum höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækið þykir ekki vel rekið, slysatíðnin er mest á norðurlöndum, og þeir sem eiga það eru skammtímafjárfestar sem munu selja um leið og þeir hafa fengið úthlutað ókeypis gæðum frá ríkisstjórn íslands, kolefniskvóta og síðan langtíma hagstæðum orkusamningum. Starfsmannaveltan er gríðarleg, bara í forstjórum c.a 300% árið 2007 og þannig er þetta miklu lakara fyrirtæki en til dæmis Straumsvíkurverksmiðjan. Þegar samningar eru í höfn verður fyrirtækið selt og eigendur munu innleysa kvótann og orkusamninginn og halda áfram að golfa úti í Kaliforníu.
Alcoa á að fullnýta allan háhita norðanlands með ágengri nýtingu sömuleiðis, leggja undir sig allt svæðið frá Húsavík norður að Mývatni og verða ráðandi afl á Norður og Austurlandi. Á það horfir hann gagnrýnislaust án þess að upplýsa okkur um hvernig fyrirtækið fer með sitt vald annarsstaðar í heiminum. Það er sorglegt að horfa upp á hótfyndni í máli sem er alls ekki fyndið. Ál þarf 30 sinnum meiri raforku en stál í framleiðslu og bæði ferlin losa álíka mikið af gróðurhúsalofttegundum. Ef velja skal skrifborðsstól. Hvort er betra að velja stól úr áli eða stáli? Þegar 30 stóla væri hægt að gera úr stáli fyrir hvern einn úr áli? Hvaða rugl er það að heilvita menn á íslandi taka slíka afstöðu með einu hráefni sem á í harðri samkeppni við stál, gler, plast, timbur eða hreinlega betri nýtni eða sparnað.
Framboð segir þú: Demand. Það er mikil eftirspurn eftir bílnum þínum. Á ég þá að gera hann upptækan? Það er efturspurn eftir peningunum þínum. Á ekki að útdeila þeim til þeirra sem þurfa? Það er eftirspurn eftir nýranu þínu. Á að taka það af þér án endurgjalds? Ef þetta er raunin þá erum við að tala um algeran snúning á núverandi þjóðskipulagi og fyrirkomulagi eignarréttar og þá skulum við ræða málið á þeim vígvelli. Af hverju eru menn skyndilega eignaupptökukommúnistar þegar kemur að náttúru Íslands? Hvað borgaði Alcoa fyrir landið sem sparar þeim 20 milljarða á ári? Ekki kemur það fram í orkuverði, ekki beinu gjaldi til Íslendinga. Ekki í 20 milljón króna styrk í þjóðgarð. Í okkar þjóðskipulagi er ekkert sem segir að ef það er eftirspurn eftir einhverju þá sé það skylda þín að svara henni á hvaða verði sem er. Þú ræður hvort þú seljir eða ekki. Þú gætir bjargað mannslífum með því að flytja í 50 fermetra íbúð og senda lyf til Afríku fyrir mismuninn. Að öllu eðlilegu, með kolefnisgjaldi og orkuverði ætti að vera búið að verðleggja þennan málm út af einnota markaðnum. 700.000 tonna losunarkvóti til alcoa má verðleggja á hálfan milljarð árlega í meðlag.
Ein milljón tonna fara árlega af dósum á ruslahauga fram hjá endurvinnslu. Ef þú kannt að reikna - þá er það eins og TVÆR OG HÁLF MILLJÓN CESSNA flugvéla eins og Ómar Ragnarsson flýgur. Semsagt. Tvær og hálf milljón cessna 140 á ruslahaugana árlega - bara í gosdósum. Er það raunverulega siðferðileg skylda að svara þeirri eftirspurn vegna þess að annars verður álið brætt í Kína Samt segja menn að Ómar sé hræsnari fyrir að fljúga flugvél úr áli. Þessa röksemd má finna víða og er dæmigerð smjörklípa frá hálfvitum á blogginu sem má finna með einföldu gúggli. Þú ættir að vera hafinn yfir svona heimskulegan málflutning.
Spurðu Gore frekar:
Telur þú að Íslendingar gætu aðstoðað ykkur við að reisa virkjanir í Yellowstone garðinum til að Alcoa geti reist álverið heima hjá sér og ráðið þá sem er nýbúið að reka?
Vissir þú að Alcoa sparar um 20 milljarða á ári í orkuverði hér heima miðað við meginlöndin?
Það er til mikils að vinna. Þú hefðir gaman að því að sjá Ómar spreyta sig á spurningum þínum. Í guðanna bænum Ómar - eyddu tímanum í annað.
Dæmi um sóun í heiminum:
Öll nýtanleg vatnsorka á Íslandi myndi duga til að knýja helming þeirra raftækja sem ekki eru í notkun í Bandaríkjunum. Þau sem eru á hold, idle, slökkt sjónvörp en þó ekki. Það er að segja: Fullvirkjuð vatnsorka Íslands nægir til að knýja 50% af ENGU í Bandaríkjunum. Eða eins og segir í skýrslu Berkeley: In all, consumer electronics consumed 110 TWh in the U.S. in 1999, over
60% of which was consumed while the products were not in use.
Umræðan ætti að vera orðin þroskaðri en þetta og þú ættir að læra af Ómari og hætta að haga þér eins og red neck, sem nota bene - gengur eins og svartidauði um bloggheimana.
hér er svo slóð á blogg Friðriks með athugasemdum og hvet ég menn til að lesa þetta í samhengi þar.
http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/499161/#comments
Hvað fær Friðrik til að hlakka yfir óförum íslenskrar náttúru og kannski óförum þess málstaðar sem Ómar hefur lagt ævina í að byggja upp og upplýsa almenning um. Það er sorglegt að ,,rannsóknarblaðamaðurinn" snýr gagnrýna auganu að févana hópi áhugamanna og horfir gagnrýnislaust upp á að af c.a 20 háhitasvæðum á landinu stendur til að raska þeim næstum öllum á einum áratug fyrir tvö álfyrirtæki (sem verða bráðum eitt).
Helguvík virðist ætlað nánast öll jarðhitaorka kringum höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækið þykir ekki vel rekið, slysatíðnin er mest á norðurlöndum, og þeir sem eiga það eru skammtímafjárfestar sem munu selja um leið og þeir hafa fengið úthlutað ókeypis gæðum frá ríkisstjórn íslands, kolefniskvóta og síðan langtíma hagstæðum orkusamningum. Starfsmannaveltan er gríðarleg, bara í forstjórum c.a 300% árið 2007 og þannig er þetta miklu lakara fyrirtæki en til dæmis Straumsvíkurverksmiðjan. Þegar samningar eru í höfn verður fyrirtækið selt og eigendur munu innleysa kvótann og orkusamninginn og halda áfram að golfa úti í Kaliforníu.
Alcoa á að fullnýta allan háhita norðanlands með ágengri nýtingu sömuleiðis, leggja undir sig allt svæðið frá Húsavík norður að Mývatni og verða ráðandi afl á Norður og Austurlandi. Á það horfir hann gagnrýnislaust án þess að upplýsa okkur um hvernig fyrirtækið fer með sitt vald annarsstaðar í heiminum. Það er sorglegt að horfa upp á hótfyndni í máli sem er alls ekki fyndið. Ál þarf 30 sinnum meiri raforku en stál í framleiðslu og bæði ferlin losa álíka mikið af gróðurhúsalofttegundum. Ef velja skal skrifborðsstól. Hvort er betra að velja stól úr áli eða stáli? Þegar 30 stóla væri hægt að gera úr stáli fyrir hvern einn úr áli? Hvaða rugl er það að heilvita menn á íslandi taka slíka afstöðu með einu hráefni sem á í harðri samkeppni við stál, gler, plast, timbur eða hreinlega betri nýtni eða sparnað.
Framboð segir þú: Demand. Það er mikil eftirspurn eftir bílnum þínum. Á ég þá að gera hann upptækan? Það er efturspurn eftir peningunum þínum. Á ekki að útdeila þeim til þeirra sem þurfa? Það er eftirspurn eftir nýranu þínu. Á að taka það af þér án endurgjalds? Ef þetta er raunin þá erum við að tala um algeran snúning á núverandi þjóðskipulagi og fyrirkomulagi eignarréttar og þá skulum við ræða málið á þeim vígvelli. Af hverju eru menn skyndilega eignaupptökukommúnistar þegar kemur að náttúru Íslands? Hvað borgaði Alcoa fyrir landið sem sparar þeim 20 milljarða á ári? Ekki kemur það fram í orkuverði, ekki beinu gjaldi til Íslendinga. Ekki í 20 milljón króna styrk í þjóðgarð. Í okkar þjóðskipulagi er ekkert sem segir að ef það er eftirspurn eftir einhverju þá sé það skylda þín að svara henni á hvaða verði sem er. Þú ræður hvort þú seljir eða ekki. Þú gætir bjargað mannslífum með því að flytja í 50 fermetra íbúð og senda lyf til Afríku fyrir mismuninn. Að öllu eðlilegu, með kolefnisgjaldi og orkuverði ætti að vera búið að verðleggja þennan málm út af einnota markaðnum. 700.000 tonna losunarkvóti til alcoa má verðleggja á hálfan milljarð árlega í meðlag.
Ein milljón tonna fara árlega af dósum á ruslahauga fram hjá endurvinnslu. Ef þú kannt að reikna - þá er það eins og TVÆR OG HÁLF MILLJÓN CESSNA flugvéla eins og Ómar Ragnarsson flýgur. Semsagt. Tvær og hálf milljón cessna 140 á ruslahaugana árlega - bara í gosdósum. Er það raunverulega siðferðileg skylda að svara þeirri eftirspurn vegna þess að annars verður álið brætt í Kína Samt segja menn að Ómar sé hræsnari fyrir að fljúga flugvél úr áli. Þessa röksemd má finna víða og er dæmigerð smjörklípa frá hálfvitum á blogginu sem má finna með einföldu gúggli. Þú ættir að vera hafinn yfir svona heimskulegan málflutning.
Spurðu Gore frekar:
Telur þú að Íslendingar gætu aðstoðað ykkur við að reisa virkjanir í Yellowstone garðinum til að Alcoa geti reist álverið heima hjá sér og ráðið þá sem er nýbúið að reka?
Vissir þú að Alcoa sparar um 20 milljarða á ári í orkuverði hér heima miðað við meginlöndin?
Það er til mikils að vinna. Þú hefðir gaman að því að sjá Ómar spreyta sig á spurningum þínum. Í guðanna bænum Ómar - eyddu tímanum í annað.
Dæmi um sóun í heiminum:
Öll nýtanleg vatnsorka á Íslandi myndi duga til að knýja helming þeirra raftækja sem ekki eru í notkun í Bandaríkjunum. Þau sem eru á hold, idle, slökkt sjónvörp en þó ekki. Það er að segja: Fullvirkjuð vatnsorka Íslands nægir til að knýja 50% af ENGU í Bandaríkjunum. Eða eins og segir í skýrslu Berkeley: In all, consumer electronics consumed 110 TWh in the U.S. in 1999, over
60% of which was consumed while the products were not in use.
Umræðan ætti að vera orðin þroskaðri en þetta og þú ættir að læra af Ómari og hætta að haga þér eins og red neck, sem nota bene - gengur eins og svartidauði um bloggheimana.