Verðbólguna niður..........

Það þarf að grípa til ráðstafana sem efla trú og traust á íslensku hagkerfi.  Allir sem á markaði eru hafa kallað eftir aðgerðum og það strax t.d. segir Jón Ásgeir "Stórhættulegt ástand á gjaldeyrismarkaði" og kallar eftir aðgerðum strax.   Í sama streng hefur greiningardeild Glitnis tekið og allir vita að ríkissjóður er á athugunarlistum greiningardeilda vegna aðgerðarleysis.  Vandinn er þríþættur.  

Í fyrsta lagi þarf að efla trú og traust og þar höfum við framsóknarmenn lagt til að Íbúðalánasjóður kaupi upp húsnæðisbréf bankana til að laga lausafjárstöðu þeirra og bjarga þeim frá óábyrgri innkomu þeirra á húsnæðismarkaðinn sem er undirrót þeirra þenslu sem við er að etja.

Í öðru lagi leggjum við til að ákveðin gjöld t.d. á eldsneyti verði lækkuð til að lækka verðbólgumælingar sem hækka lán og verðlag og skapa víxláhrif sem verður að stoppa.

Í þriðja lagi þarf að draga úr fjármagni í umferð með aðgerðum sem hvetja til sparnaðar í samfélaginu, það er kannski að verða of seint eitt og sér en samhliða lækkun verðbólgu ætti að skapast svigrúm hjá fólki að leggja fyrir.

Vaknaðu Geir, eða farðu frá og hleyptu mönnum að sem ekki eru ráðalausir í stöðunni.


mbl.is Segir Seðlabankann kominn út í horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband