Sjálfstæði sveitarfélaga.....

Við höfum nokkrir framsóknarmenn verið að kasta á milli okkar hugmyndum um róttækar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og ríkisins.  Breytingum sem ætlað er að auka sjálfsstæði sveitarfélaga og færa alla ákvörðunartöku nær fólkinu.  Þessum breytingar er líka ætlað að auka samkeppnishæfi sveitarfélagana þannig að þau geti keppt um fólk og atvinnutækifæri.

Samkeppnisstaða sveitarfélaga á landsbyggð við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu er stórlega skekkt.  Fjármagnið er allt dregið suður á suðvesturhornið og síðan er það skammtað til baka ef það er þá einhver afgangur þegar báknið "fyrir sunnan" er búið að fá sitt.

Leiðin til þess að snú þessu við gæti verið að sveitarfélögin fengju tekjuskatta einstaklinga og fyrirtæka að fullu og greiddu síðan útsvar til ríkisins t.d. fasta krónutölu pr. íbúa.   Þá hefðu sveitarfélögin val um það hvaða þjónustu þau kaupa af ríkisvaldinu umfram það sem þau fengju fyrir útsvarið, en því væri ætlað að standa undir til dæmir löggjafarvaldinu, dómsvaldinu, hátækni sjúkrahúsi, utanríkisþjónustu og háskólamenntun.  Ríkið gæti síðan boðið upp á framhaldsskólanám en sveitarfélög gætu valið um að reka framhaldsskóla sjálf (taka við skólum frá ríki) kaupa pláss í framhaldsskólum hjá ríkinu eða einkaaðilum eða sambland af þessu.

Sveitarfélögin hefðu svigrúm til að byggja upp atvinnutækifæri, bjóða sérstök kjör til fyrirtækja til að fá þau til sín og gætu keppt um fólk með mismunandi skattprósentu.  Sveitarfélögin hefðu val um það að taka þátt í aukinni uppbyggingu báknsins fyrir sunnan eða flytja störfin heim.

Sjálfstæðisbarátta íslendinga snérist um að fá forræði á eigin málum heim og stýra því sjálfir hvernig við forgangsröðum við uppbyggingu samfélagsins.   Þessari baráttu lauk aldrei, valdið fluttist frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur en aðrir hlutar landsins búa enn við sama ósjálfstæðið og fyrr.

Er ekki orðið tímabært að ljúka sjálfstæðisbaráttunni og flytja ákvörðunartökuna til fólksins og fulltúra þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband