Batnandi mönnum er best að lifa

Á þetta hefur verið bent margoft án þess að stjórnvöld hafi sýnt því mikinn lit að hlusta á rök.  En kannski er ljós í myrkrinu eftir allt saman.  Hvernig væri nú að líta til verðbólgumælinga og þess hvað er frábrugðið í mælingunni hér á landi miðað við það sem þekkist erlendis.  Fjárfesting í húsnæði sem er í raun sparnaður einstaklinga hefur verið mæld hér inni í vísitölu neysluverðs sem neysla.  Þetta hefur leitt til mikið hærri verðbólgu en ella hefði orðið og er ein ástæða þess að Seðlabankinn er komin í öngstræti með peningastefnuna.

Nú er kannski ekki rétti tíminn til að breyta þessu þar sem gera má ráð fyrir að lækkað húnsnæðisverð gæti dregið úr hækkun neysluvísitölu á næstu mánuðum.   Þar vega reyndar svimandi háir vextir einnig þungt svo að ekki er nú alveg víst að lækkað húsnæðisverð skilir sér til baka í lægri verðbólgu eins og æskilegt væri og í samræmi við áhrif hækkana á húsnæði í vísitölu undagenginna mánaða og ára.

Davíð Oddsson sagði fyrir örfáum mánuðum að hér á landi giltu sömu lögmál og á öðrum mörkuðum en samt beitum við öðrum mæliaðferðum á grundvallarstærðir í hagkerfinu.   Hvernig í ósköpunum getur þetta farið saman og að maður tali nú ekki um verðtrygginguna að auki sem skekkir allan samanburð enn frekar.

Ég held að hluti af vandanum í efnahagslífinu sé að menn séu að mæla vitlaust og lesa vitlaust og of seint úr þeim vísbendingum sem eru til staðar og þess vegna er ekki brugðist við með réttum hætti.

Ég kalla eftir rökstuðningi fyrir því af hverju hér er ekki beitt sömu mæliaðferðum og almennt er notast við öðrum löndum, og þá nægir ekki að segja að okkar aðferð sé betri.  Þeir sem erlendis eru og lesa úr þeim tölum sem Seðlabanki og Hagstofa gefa út bera þær saman við þær tölur sem þeir þekkja úr sínu umhverfi og eru þar að bera saman epli og appelsínur og það kann ekki góðri lukku að stýra.


mbl.is Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband