Ef þú átt íbúð.....

Og tókst 100% lán í banka og íbúðin lækkar að raunvirði um 30% ertu lentur í skuldafangelsi í eigin íbúð, getur ekki selt nema að borga með þér.   Svona dæmi hafa verið að koma upp í bílaviðskiptum að það hvílir meira á bílnum en ásett verð, en ástandið verður fyrst alvarlegt þegar þetta ástand fer að koma fram í viðskiptum með húsnæði.  Fólk á nógu erfitt með að borga ef einu húsnæði þó að það sé ekki að borga líka 25-30% af fyrra húsnæði.   Þetta er áskrift á fjöldagjaldþrot og ríkisstjórnin er eins og strúturinn með hausinn í sandinum og sér ekkert að.
mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það betsa við þetta: fólk var æst og uppvægt að fá að kaupa hús og íbúðir á þessu verði, og YFIRBAUÐ hvort annað.  Fífl.  Og nú er það allt að springa í andlitið á þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég tel þetta alveg rétt hjá þeim íbúðaverð hefur verið hækkað allt of mikið og í raun held ég að 30% lækkun myndi vera nokkuð eðlilegt verð. Þeir sem keyptu á hinu uppsprengda verði munu tapa en það var held ég velflestum ljóst líka bönkum og fasteignasölum að hið há verð var bull.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já ég geri í sjálfu sér ekki athugasemd við það að eflaust er þetta rétt út frá gefnum forsendum.  Og ég er sammála þér Jón að bankar og fasteignasalar máttu vita að þessi veisla myndi taka enda.   Það eru bara ekki bankar og fasteignasalar sem blæða mest heldur ungt fólk sem lét glepjast.  Þarna tel ég líka að Seðlabankinn beri ábyrgð þar sem ekki var gert nein tilraun til að draga úr framboði á lánsfé á sama tíma og Íbúðalánasjóður bjó þó við hámarkslán og takmarkanir á lánum vegna viðmiðunar við brunabótamat.

G. Valdimar Valdemarsson, 11.4.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Kári Harðarson

Vonandi ekki fjöldagjaldþrot. 

Vonandi voru það ekki margir sem trúðu fasteigna- sölum og bönkum og keyptu húsnæði á uppsprengdu verði á 90% lánum.

Landinn er nú betri neytandi en það - eða hvað?

Er heimilisbókhald kennt í gaggó?  Ef ekki, ætti þá kannski að gera það?

Kári Harðarson, 11.4.2008 kl. 13:43

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Kári - takk fyrir allt gamalt og gott.

Ég man nú ekki betur en að það væri met velta á fasteignamarkaði mánuð eftir mánuð árin 2005 - 2007 og þar sem hámarkslán íbúðalánasjóðs hefði átt að stoppa fólk frá því að missa sig komu bankarnir bara inn með gull og græna skóga.

G. Valdimar Valdemarsson, 11.4.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband